Fara í efni

Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Klettasel 6, Egilsstaðir

Málsnúmer 202206262

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum vegna byggingaráforma við Klettasel 6 á Egilsstöðum. Í gildi er deiliskipulag frá árinu 2005 en fyrirhugað er að byggja sólskála sem mun ná 2,8 m út fyrir byggingarreit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 20. fundur - 19.09.2022

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir sólstofu og bíslagi.

Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarheimild verður gefin út þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
Getum við bætt efni þessarar síðu?