Fara í efni

Innsent erindi, Vegna verðlagningar á byggingalóðum einbýlishúsa á Egilsstöðum

Málsnúmer 202206263

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir því að verð á tilteknum byggingarlóðum á Egilsstöðum verði endurskoðað. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Bjarkasel 10, 12 og Bláargerði 21, 27, 51, 53 og 69.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði að taka saman drög svörum við erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir því að verð á tilteknum byggingarlóðum á Egilsstöðum verði endurskoðað. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Bjarkasel 10, 12 og Bláargerði 21, 27, 51, 53 og 69.
Jafnframt er lagt fram minnisblað um gatnagerðargjöld í Múlaþingi, unnið af verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að sveitarfélagið tekur ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjaldi lóða með ákveðin markmið í huga og er sú ákvörðun alla jafna tekin í tengslum við fjárhagsáætlanagerð ár hvert. Ástæður fyrir afslætti geta til að mynda verið efling brothættrar byggðar, landfræðilegar aðstæður, þétting byggðar eða brýn húsnæðisþörf.
Erindinu er að öðru leiti vísað til umfjöllunar í tengslum við ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?