Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

61. fundur 29. ágúst 2022 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Þórhallur Borgarson aðalmaður
 • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Málefni hafna í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fer yfir helstu verkefni.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

2.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar og umræðu siðareglur kjörinna fulltrúa í Múlaþingi.
Sveitarstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka til umræðu siðareglur kjörinna fulltrúa í Múlaþingi og mögulega taka þær til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Björn Ingimarsson

3.Innsent erindi, Nýting á heitu vatni við Djúpavog

Málsnúmer 202208120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 23. ágúst 2022, frá óstofnuðu félagi um uppbyggingu á ylströnd við Búlandshöfn í Hamarsfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings að funda með forsvarsfólki fyrirhugaðs félags og HEF veitum um nýtingu á heitu vatni og möguleika á afnotum af landi við Búlandshöfn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Björn Ingimarsson

4.Innsent erindi, Vegna verðlagningar á byggingalóðum einbýlishúsa á Egilsstöðum

Málsnúmer 202206263Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir því að verð á tilteknum byggingarlóðum á Egilsstöðum verði endurskoðað. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Bjarkasel 10, 12 og Bláargerði 21, 27, 51, 53 og 69.
Jafnframt er lagt fram minnisblað um gatnagerðargjöld í Múlaþingi, unnið af verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að sveitarfélagið tekur ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjaldi lóða með ákveðin markmið í huga og er sú ákvörðun alla jafna tekin í tengslum við fjárhagsáætlanagerð ár hvert. Ástæður fyrir afslætti geta til að mynda verið efling brothættrar byggðar, landfræðilegar aðstæður, þétting byggðar eða brýn húsnæðisþörf.
Erindinu er að öðru leiti vísað til umfjöllunar í tengslum við ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir allra heimastjórna Múlaþings um drög að skýrslu um greiningu hentugleika svæða til nýtingar vindorku í Múlaþingi. Jafnframt er lögð fram endanleg útgáfa skýrslunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir vel unna skýrslu og samþykkir að vísa fyrirliggjandi skýrslu til kynningar og umfjöllunar hjá sveitarstjórn Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fulltrúar V-lista(PH og HSÞ) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Virkjun vinds er mögulega hluti þess sem við viljum nýta til raforkuframleiðslu í framtíðinni. Áður en það verður þarf Alþingi að skapa lagalega umgjörð um hvar má og hvar ekki virkja vind og að verðleggja þá auðlynd sem vindur og landnýting tengt virkjun hans eru. Vinna að því er hafin, en einhver bið verður á fullbúinni löggjöf á því sviði. Bíða þarf þeirrar umgjarðar svo forðast megi það slys sem varð í fiskeldissögu Islands, þar sem leyfisveitingar hófust áður en lagaleg umgjörð lá fyrir. Komi til samþykktar sveitarfélagsins á skýrslu Eflu gæti í versta falli þýtt að samþykkt væri plagg, unnið á grunni rangra forsenda. Því skyldi ekki nýta þessa skýrslu til gerðar aðalskipulags, þó hún geti einhvern tíman orðið gagnleg, þá er sá tími ekki kominn. Þannig ber að kynna sess hennar fyrir íbúum.


6.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem
bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Fjarðarheiðarganga. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 25. ágúst síðastliðinn.
Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofu Íslands, HEF veitum, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Skipulagsstofnun en umsögn Minjastofnunar Íslands er væntanleg á næstu dögum. Ein athugasemd barst frá almenningi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi M-lista(HKH) lagði fram eftirfarandi bókun:
M-listinn lýsir furðu sinni á því að í skipulagstillögunni er talað um að Melshornsleið með brú við Melshorn er tekin útaf aðalskipulagi (kafli 4 bls. 8). Brúin og leiðin er hluti Norðurleiðar, auk þess að vera nauðsynleg vegna framtíðar-uppbyggingar norðan Eyvindarár. Svo virðist sem meirhlutinn sé búinn að taka skammsýna ákvörðun um Suðurleið bak við tjöldin án þess að viðurkenna það.
Þá vill M-listinn benda á að með Suðurleið stefnir ekki bara í aðalskiplags-klúður heldur líka umhverfisslys í einstöku nátturuvætti Egilsstaðaskógar stærsta fundarstað blæaspar á landinu.
Reynt var að friðlýsa skóginn á Náttúruverndaráætlun 2009-2013 en ekki varð af því vegna andstöðu landeigenda. Sveitarstjórnafulltrúi M-listans hefur gert Landvernd aðvart.
M-listinn vill vel auglýstan opinn íbúafund um þetta stórmál með tilliti til að fara eigi með leiðarvalið í íbúakosningu, þar sem svo virðist sem almennt fylgi sé með Norðurleið fremur en Suðurleið.

Gestir

 • Sigurður Jónsson - mæting: 10:40

7.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 25. ágúst síðastliðinn.
Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, HEF veitum, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og heimastjórn Seyðisfjarðar en umsögn Minjastofnunar Íslands er væntanleg á næstu dögum. Engin athugasemd barst frá almenningi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

8.Deiliskipulag, Valgerðarstaðir

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæði við Valgerðarstaði í Fellum. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 12. ágúst 2022. Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað um græn svæði í skipulaginu, dagsett 26. ágúst 2022. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með þeim breytingum að svæðið "grænn geiri við Klofastein" verði felldur út og lóðir aðlagaðar og að nýjar götur fái allar nafnið Valgerðarvegur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Byggingaráform, grenndarkynning, Mánatröð 8

Málsnúmer 202208128Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir afstöðu vegna grenndarkynningar fyrirhugaðra byggingaráforma við Mánatröð 8 á Egilsstöðum en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Mánatröð 6 og 10, Ártröð 3, 5 og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa nýja fulltrúa í starfshóp um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kalla eftir tilnefningum eins fulltrúa frá hverju framboði sem fulltrúa á í sveitarstjórn Múlaþings auk eins fulltrúa frá ungmennaráði Múlaþings og eins frá öldungaráði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar þar sem ráðið er hvatt til að fara í vinnu við að klára frágang á Búðareyri eftir skriðuföll hið fyrsta.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu vinnu á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Málinu frestað til næsta fundar.

12.Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202104121Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um umsögn við tillögu um strandsvæðaskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15. september næst komandi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?