Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Bláargerði 1-7

Málsnúmer 202207027

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem tveimur lóðum við Bláargerði 1-7 verður breytt úr parhúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir og byggingarreitur við Bláargerði 13-15 dýpkaður um 2,4 metra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem tveimur lóðum við Bláargerði 1-7 verður breytt úr parhúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir og byggingarreitur við Bláargerði 13-15 dýpkaður um 2,4 metra. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?