Fara í efni

Erindi vegna ungmennaþings 2022

Málsnúmer 202207097

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 48. fundur - 23.08.2022

Fyrir liggur erindi frá Ungmennaráði Múlaþings, sent í tölvupósti 15. júlí 2022, þar sem koma fram áherslur frá ungmennaþingi sem haldið var í maí 2022 og snerta svið fjölskylduráðs. Kemur þar meðal annars fram að ungmenni leggja áherslu á:
- Aukið val í grunnskólum
- Aukna kynfræðslu sem og fræðslu sem gerir nemendur tilbúna út í lífið t.d. fjármálalæsi og skattamál.
- Aukna fræðsla um jafnréttismál, bæði fyrir starfsmenn og nemendur.
- Bætta aðstöðu í öllum félagsmiðstöðvum.
- Framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðvarnar á Seyðisfirði og Djúpavogi.
- Bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar, bæði á Vilhjálmsvelli og Fellavelli.
- Bætt íþrótta- og tómstundastarf í smærri byggðarkjörnum.
- Aukna aðstöðu til tónlistarnáms- og sköpunar.

Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði kærlega fyrir frábæra vinnu við ungmennaþing og fyrir skilmerkilegt erindi. Er starfsfólki ráðsins falið að koma þeim ábendingum sem við eiga til skólastjóra og forstöðuaðila stofnana og vinna aðrar ábendingar með sviðsstjórum, m.a. í tengslum við fjárhagsáætlanir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?