Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

48. fundur 23. ágúst 2022 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Sigurður Gunnarsson formaður
 • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
 • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristjana Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
 • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
 • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
 • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri og fræðslustjóri
Undir lið 4-7 sátu: Hrefna Hlín Sigurðardóttir, Hrund Erla Guðmundsdóttir og Þorbjörg Sandholt áheyrnarfulltrúar grunnskóla.
Undir lið 7-9 sátu: Kolbrún Nanna Magnúsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir áheyrnarfulltrúar leikskóla.
Undir lið 6-7 sat: Sóley Þrastardóttir

1.Skíðasvæðið í Stafdal - rekstur

Málsnúmer 202109105Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá fundi íþrótta- og æskulýðsstjóra og fulltrúum Skíðafélagsins í Stafdal sem haldinn var föstudaginn 19. ágúst 2022. Var á fundinum farið yfir áframhaldandi samstarf Skíðafélagsins og sveitarfélagsins á komandi vetri og yfirfærslu upplýsinga og gagna er varða svæðið.

Einnig liggja fyrir drög að auglýsingum um störf forstöðuaðila og annars starfsfólks á Skíðasvæðið í Stafdal.
Er íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að auglýsa störf á Skíðasvæðinu og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

2.Styrkbeiðni vegna kaupa á hesthúsi

Málsnúmer 202207004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, sent í tölvupósti 28. júní 2022. Í erindinu er óskað eftir styrk í tengslum við kaup félagsins á hesthúsi sem samtengt er reiðhöllinni á Iðavöllum, annað hvort eingreiðslu árið 2023 eða smærri upphæðir til lengri tíma.

Fjölskylduráð þakkar Hestamannafélaginu Freyfaxa fyrir erindið og hrósar þeim jafnframt fyrir þá góðu vinnu sem þau vinna við reiðhöllina á Iðavöllum. Fjármagn fyrir eingreiðslu er ekki í fjárhagsáætlun málaflokksins en ráðið felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að ræða við félagið um samning til lengri tíma með þeim fyrirvara að fjármagn verði áætlað til styrksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2023-2026.

Samþykkt samhljóða.

3.Erindi vegna ungmennaþings 2022

Málsnúmer 202207097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ungmennaráði Múlaþings, sent í tölvupósti 15. júlí 2022, þar sem koma fram áherslur frá ungmennaþingi sem haldið var í maí 2022 og snerta svið fjölskylduráðs. Kemur þar meðal annars fram að ungmenni leggja áherslu á:
- Aukið val í grunnskólum
- Aukna kynfræðslu sem og fræðslu sem gerir nemendur tilbúna út í lífið t.d. fjármálalæsi og skattamál.
- Aukna fræðsla um jafnréttismál, bæði fyrir starfsmenn og nemendur.
- Bætta aðstöðu í öllum félagsmiðstöðvum.
- Framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðvarnar á Seyðisfirði og Djúpavogi.
- Bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar, bæði á Vilhjálmsvelli og Fellavelli.
- Bætt íþrótta- og tómstundastarf í smærri byggðarkjörnum.
- Aukna aðstöðu til tónlistarnáms- og sköpunar.

Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði kærlega fyrir frábæra vinnu við ungmennaþing og fyrir skilmerkilegt erindi. Er starfsfólki ráðsins falið að koma þeim ábendingum sem við eiga til skólastjóra og forstöðuaðila stofnana og vinna aðrar ábendingar með sviðsstjórum, m.a. í tengslum við fjárhagsáætlanir.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi vegna skólaaksturs í Eiða og Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202208068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Maríu Guðbjörgu Guðmundsdóttur, sent 3. ágúst 2022. Í erindinu er óskað eftir að öllum skólaakstri í þinghárnar verði breytt í almenningssamgöngur. Einnig er óskað er eftir að bætt verði við skólaaksturinn annarri heimferðarrútu þegar eldri börnin hafa lokið íþróttaiðkun og tómstundum.

Fjölskylduráð vísar erindinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem almenningssamgöngur falla undir það svið.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um skólavist utan sveitarfélags

Málsnúmer 202208037Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hafnar erindinu og fræðslustjóra falið að svara umsækjendum í samræmi við niðurstöður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

6.Íslenska æskulýðsrannsókn, niðurstöður fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202207070Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni á fyrirlögn úr Múlaþingi í samanburði við landstölur. Menntavísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12. gr. æskulýðslaga nr. 70/2002.

Lagt fram til kynningar.

7.Kynning á fræðslumálum fjölskyldusviðs

Málsnúmer 202208088Vakta málsnúmer

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, kynnti fyrir Fjölskylduráði málaflokka sem tilheyra fræðslumálum.

Lagt fram til kynningar

8.Ytra mat - Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 202207068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 20. júní 2022 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur móttekið upplýsingar um framkvæmd umbótaáætlunar sveitarfélagsins og Hádegishöfða.

Lagt fram til kynningar

9.Reglur um lágmarksmönnun í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202208089Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um lágmarksmönnun í leikskólum Múlaþings.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


10.Brotthvarf úr framhaldsskólum

Málsnúmer 202205062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 4. maí 2022. Í bréfinu kemur fram að Sambandið taki undir þær tillögur sem Velferðarvaktin leggur til við að sporna við brotthvarfi úr íslenskum framhaldsskólum.

Fjölskylduráð óskar eftir að fræðslustjóri kanni hvort sveitarfélagið geti unnið eftir þeim tillögum sem tilgreindar eru í bréfinu.

Samþykkt samhljóða.

11.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?