Fara í efni

Hreinsunarátak í Seyðisfirði

Málsnúmer 202207117

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 25. fundur - 04.08.2022

Á fundinn mætti bæjarverkstjóri Seyðisfjarðar og upplýsti fundarmenn um stöðu mála hvað varðar tiltekt sem er á áætlun á Seyðisfirði. Heimastjórn þakkar Sveini fyrir komuna. Heimastjórn vill hvetja Múlaþing til að fara á undan með góðu fordæmi í hreinsunarátaki á eigin lóðum og athafnasvæðum. Heimastjórn leggur til að farið verði samhent hreinsunarátak hið fyrsta þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélag taki höndum saman og að allir styðji hver við annan eins og kostur er. Í fyrstu lotu verður hugað að lóðamörkum og númerslausum bílum á lóðum sveitarfélagsins. Þá má hvetja íbúa og fyrirtæki til þess að huga að lóðamörkum og nærumhverfi sínu og sýna samfélagslega ábyrgð gagnvart umhverfinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Bæjarverkstjóri Seyðisfirði - mæting: 14:10

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 25. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar er varðar hreinsunarátak í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til bókunar sinnar frá 5. júlí 2022 þar sem íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu öllu voru hvött til þess að huga að umhverfi sínu og hreinsa til í kringum sig. Ráðið samþykkti jafnframt á fundinum að gert yrði ráð fyrir hreinsunarátaki í fjárhagsáætlun næsta árs og fól framkvæmda- og umhverfismálastjóra ásamt verkefnastjóra umhverfismála undirbúning og skipulag þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?