Fara í efni

Íslensk Orkuvirkjun - ástand lagna

Málsnúmer 202207121

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 25. fundur - 04.08.2022

Til umræðu eru þau tíðu rof vatnslagna hjá ÍOVS sem hafa átt sér stað að undanförnu.

Heimastjórn óskar eftir því að ÍOVS geri grein fyrir stöðu mála og láti gera úttekt á lögnum virkjunarinnar og kynni þær fyrir heimastjórn.

Starfsmanni falið að koma á samtali milli ÍOVS og heimastjórnar.

Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 26. fundur - 12.09.2022

Svar hefur borist til heimastjórnar frá ÍOV varðandi stöðu mála hjá virkjuninni.

Heimastjórn óskaði eftir því við ÍOVS að fyrirtækið myndi gera grein fyrir stöðu mála varðandi lagnir virkjunarinnar. Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Guðmundi hjá Íslenskri Orkuvirkjun fyrir greinargott svar og fagnar því að unnið sé að úrbótum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?