Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

26. fundur 12. september 2022 kl. 14:00 - 17:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Framkvæmdir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202209046Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir kemur inn á fundinn og fer yfir núverandi framkvæmdir og þær sem framundan eru á Seyðisfirði

Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir komuna og greinargóða yfirferð varðandi framkvæmdir á Seyðisfirði.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:00

2.Kynning á stofnunum og starfsemi íþrótta- og æskulýðssviðs Múlaþings

Málsnúmer 202209041Vakta málsnúmer

Bylgja Borgþórsdóttir kemur inná fundinn og kynnir stofnanir og starfsemi íþrótta- og æskulýðssviðs Múlaþings.

Heimastjórn þakkar Bylgju fyrir góða kynningu á stofnunum og starfsemi íþrótta- og æskulýðssviðs Múlaþings.

Gestir

  • Bylgja Borgþórsdóttir - mæting: 15:00

3.Opið bréf til sveitarstjórnar og heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209031Vakta málsnúmer

Erindi barst frá VÁ félag um vernd fjarðar dags.2.september 2022.
Heimastjórn Seyðisfjarðar áréttar að skipulagsvinnan er nú í faglegu lögbundnu ferli en hvetur þá sem vilja láta sig skipulagstillöguna varða að koma athugasemdum á framfæri við þar til bæra aðila. Frestur til að skila inn umsögn til Skipulagsstofunar er til 15.september.
Heimastjórn vísar málinu til umfjöllunar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík. Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fulltrúi heimastjórnar mæti á ársfundinn.
Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að heimastjórnir Múlaþings standi saman að kynningarfundi þar sem fjallað verði um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Áherslur heimastjórnar Seyðisfjarðar vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 29.8. 2022, frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, þar sem kallað er eftir áherslum heimastjórna varðandi nýframkvæmdir og viðhald á þeirra svæði, sem verði síðan hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnuna framundan

Heimastjórn fjallaði um drög að verkefnalista frá fulltrúa sveitastjóra á Seyðisfirði og bæjarverkstjóra Seyðisfjarðar.

Heimastjórn samþykkir hann með áorðnum breytingum og vísar honum til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2023 hjá framkvæmda- og umhverfismálasviði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Studio Guesthouse, Austurvegi 18 Seyðisfirði

Málsnúmer 202207112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Býtibúr ehf.,kt. 660521-0540 dagsett 27.07.2022, um rekstrarleyfi til reksturs Gististaðar í Flokki II - G íbúðir að Austurvegi 18, Studio Guesthouse, 710 Seyðisfirði. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæðar umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Býtibúr ehf., kt. 660521-0540 jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Íslensk Orkuvirkjun - ástand lagna

Málsnúmer 202207121Vakta málsnúmer

Svar hefur borist til heimastjórnar frá ÍOV varðandi stöðu mála hjá virkjuninni.

Heimastjórn óskaði eftir því við ÍOVS að fyrirtækið myndi gera grein fyrir stöðu mála varðandi lagnir virkjunarinnar. Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Guðmundi hjá Íslenskri Orkuvirkjun fyrir greinargott svar og fagnar því að unnið sé að úrbótum.

8.Heimastjórn til viðtals

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar a.m.k. tvisvar á ári, einu sinni að hausti og aftur að vori, þar sem íbúar geta komið ábendingum á framfæri við heimastjórn og spjallað um það sem þeim liggur á hjarta.
Heimastjórn felur starfsmanni að auglýsa haustfund, sem haldinn verður nú á næstu vikum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?