Fara í efni

Formleg beiðni um viðræður vegna húsnæðis og lóð Miðvangs 31

Málsnúmer 202207122

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 56. fundur - 16.08.2022

Fyrir liggur erindi varðandi möguleg afnot eða leigu á húsnæði sveitarfélagsins við Miðvang 1 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að í skoðun er framtíðarskipulag umrædds svæðis auk þess að horft er til þess að aðstaðan nýtist m.a. starfsfólki og kjörnum fulltrúum, auk tímabundinna samfélagsverkefna, er það niðurstaða byggðaráðs að ekki sé hægt að verða við umræddu erindi. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?