Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

56. fundur 16. ágúst 2022 kl. 08:30 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

2.Rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 202208055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Einnig liggur fyrir erindi frá forstjóra HMS þar sem fram koma upplýsingar varðandi mögulegt ferli málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeim áfanga er náðst hefur með rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032 og mun sveitarfélagið taka virkan þátt í verkefninu er það hefst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Engin tilraun er gerð í samningnum til að skilja eða leiða í ljós orsakir núverandi húsnæðisvanda.
Samningurinn snýst um að ráðast á afleiðingar vandans fremur en að rót vandans.
Ekki er útskýrt hvernig stendur á því að það vanti 35þús íbúðir á 10 árum sem þýðir amk. 21% fjölgun þjóðarinnar á sama tíma. Hvaðan kemur sú fjölgun?
Skilgreina þarf rót vandans fyrst og grípa síðan til almennra aðgerða á sem eyða rótinni, sem örva almennt íbúðaframboð og fækkun í lágtekjuhópum.
Bein forsjárhyggju-inngrip ríkis á frjálsum markaði eru alltaf varhugaverð.

3.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem lagt er til að skoðað verði að gera reglur um gististaði í Múlaþingi auk þess sem óskað er eftir upplýsingum um hvaða stefnu kjörnir fulltrúar vilja hafa um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð mun taka afstöðu til málsins að undangenginni umræðu innan framboða er eiga fulltrúa í sveitarstjórn og fagráðum sveitarfélagsins. Æskilegt er að niðurstöður framboða liggi fyrir eigi síðar en um miðjan september.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 21.07.2022.

Lagt fram til kynningar.

5.Samstarfssamningur við Bogfimideild SkAust 2022

Málsnúmer 202202115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skotfélagi Austurlands varðandi afnot af landspildu úr landi Þuríðarstaða í Eyvindarárdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra að ganga til samninga við Skotfélag Austurlands um endurnýjun samnings um afnot af landspildu úr landi Þuríðarstaða í Eyvindarárdal. Núverandi samningur gildir til ársloka 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Staða mála á hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Málsnúmer 202203150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hildi Þórisdóttur varðandi stöðu mála á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitarfélaginu og hvort unnt sé að stuðla að fjölgun hraðhleðslustöðva í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að láta taka saman gögn varðandi stöðu mála á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitarfélaginu. Málið verður tekið fyrir til umræðu í byggðaráði er þau gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Afmæli Egilsstaða

Málsnúmer 202208009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi 75 ára afmæli Egilsstaðakauptúns þar sem lagt er til að efnt verði til samkeppni á þessu ári um gerð útilistaverks.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði og felur atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings að láta vinna tillögu að samkeppnislýsingu er lögð verði fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Formleg beiðni um viðræður vegna húsnæðis og lóð Miðvangs 31

Málsnúmer 202207122Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi varðandi möguleg afnot eða leigu á húsnæði sveitarfélagsins við Miðvang 1 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að í skoðun er framtíðarskipulag umrædds svæðis auk þess að horft er til þess að aðstaðan nýtist m.a. starfsfólki og kjörnum fulltrúum, auk tímabundinna samfélagsverkefna, er það niðurstaða byggðaráðs að ekki sé hægt að verða við umræddu erindi. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.08.2022, þar sem lagt er til við byggðaráð að það taki til umfjöllunar endurgjald fyrir dagsverk við smölun. Einnig liggur fyrir fundargerð fundar fjallskilastjóra og fulltrúa sveitarfélagsins, dags. 24.06.2022 auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfismála varðandi fjallskil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir þá tillögu að gjaldi fyrir dagsverk er fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála og beinir því til heimastjórna að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Múlavegur 26

Málsnúmer 202208017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá eiganda íbúðar í raðhúsi við Múlaveg 26 á Seyðisfirði varðandi það hvort sveitarfélagið vilji mögulega kaupa umrædda eign. Einnig liggja fyrir viðbrögð verkefnastjóra framkvæmda og félagsmálastjóra vegna erindisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma á viðræðum við íbúðareigendur varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á íbúð í raðhúsi við Múlaveg 26 á Seyðisfirði. Er niðurstöður liggja fyrir úr þeim viðræðum verður málið tekið fyrir að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað

Málsnúmer 202205046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðfesting á því að sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkir að íbúðir sveitarfélaganna verði seldar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur eru sammála um að selja íbúðir sveitarfélaganna við Fjósakamb 8 í Hallormsstað felur byggðaráð Sveitarstjóra framkvæmd málsins fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs ehf. 2022

Málsnúmer 202208042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs ehf. 23. ágúst 2022. Einnig liggur fyrir ársreikningur félagsins fyrir 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna eftirtalda fulltrúa í stjórn Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs ehf.

Aðalmenn:
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Vilhjálmur Jónsson
Hildur Þórisdóttir
Varamenn:
Eyþór Stefánsson
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Þröstur Jónsson.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Haustþing SSA 2022

Málsnúmer 202208045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. ágúst 2022, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar, þar sem boðað er til Haustþings SSA sem haldið verður dagana 8.-9. september 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?