Fara í efni

Egilsstaðaflugvöllur sem alþjóðaflugvöllur

Málsnúmer 202208008

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Í ljósi endurtekinna jarðhræringa og eldsumbrota, nú á Reykjanesskaga, leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til við sveitarstjórn að óskað verði eftir viðræðum við innviðaráðuneytið um uppbyggingu Egilsstðaðaflugvallar sem alþjóðaflugvallar og aðstöðu fyrir millilandaflug auk annarra nauðsynlegra innviða á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 26. fundur - 10.08.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.08.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að óskað verði eftir viðræðum við innviðaráðuneytið um uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem alþjóðaflugvallar.

Til máls tóku: Vilhjálmur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Pétur Heimisson, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess, m.a. í ljósi endurtekinna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga, að ráðist verði sem fyrst í frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem alþjóðaflugvallar. Mikilvægt er að unnið verði í samræmi við Flugstefnu Íslands, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gaf út 2019, en þar kemur fram að Egilsstaðaflugvöllur sé í forgangi við uppbyggingu varaflugvalla. Sveitarstjóra falið að koma á fundi með innviðaráðherra varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?