Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

24. fundur 04. ágúst 2022 kl. 13:00 - 15:40 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Dagmar Ýr Stefánsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Fjallskil 2022

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um fjártölur á Fljótsdalshéraði, drög að fjallskilasamþykkt og minnisblað starfsmanns.

Lagt fram til kynningar.

2.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaseðlar og gangnaboð 2022 fyrir Jökulsárhlíð, Hjaltastaðaþinghá, norðan Jökulsár, Skriðdal og Velli.

Heimastjórn samþykkir að gangaseðlar og gangaboð verði aftur teknir fyrir í heimastjórn þegar allir gangaseðlar og gangaboð liggja fyrir sem og ákvörðun um endurgjald fyrir dagsverk fyrir smölun.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við byggðaráð að það taki til umfjöllunar endurgjald fyrir dagsverk við smölun, sbr. tillögur sem fram koma í fundargerðum fjallskilanefnda og sameiginlegum fundi fjallskilastjóra, starfsfólks sveitarfélagsins og fulltrúa í heimastjórnum, í júní s.l.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir þeim tillögum og ábendingum um réttir, t.d. um endurnýjun og viðhald þeirra, sem fram koma í fundargerðum fjallskilanefnda til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Landbótasjóður 2022

Málsnúmer 202204183Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Landbótasjóðs Norður-Héraðs frá 27.1. og 6.4. 2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Samkvæmt D lið 48. greinar Samþykkta um stjórn Múlaþings ber heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi nefndir:

1. Stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í samræmi við skipulagsskrá fyrir sjóðinn.

2. Ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir einn fulltrúa í þriggja manna ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf í samræmi við 10. gr. skipulagsskrár Landbótasjóðs Norður-Héraðs og 3. gr. samkomulags milli Landsvirkjunar og virkjunarnefndar Norður-Héraðs um ýmis mál sem tengjast Kárahnjúkavirkjun, frá 10. september 2002 og viðauka með því. Aðrir fulltrúar í nefndina eru skipaðir af Landsvirkjun og Landgræðslunni.

Málið er í vinnslu.

5.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík. Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fulltrúi heimastjórnarinnar mæti á ársfundinn.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að heimastjórnir Múlaþings standi saman að kynningarfundi þar sem fjallað verði um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að niðurstöðu verkefnis um greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. júní 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til umfjöllunar og umsagna hjá heimastjórnum Múlaþings. Málið verður tekið fyrir að nýju hjá ráðinu þegar umsagnir liggja fyrir.

Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 27.6. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur að fyrirliggjandi drög að greiningu vindorkukosta í Múlaþingi lýsi vel stöðu málsins eins og það er núna og sé gott innlegg í vinnu við stefnumörkun við gerð nýs aðalskipulags Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, dagsett 16. júní 2022, vegna náma við nýjan Axarveg.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna en leggur áherslu á að allur frágangur við lok efnistöku verði sem vandaðastur og falli að landinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar vinnslutillöga, dagsett 24. júní 2022, vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarnar tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðgöng undir Fjarðarheiði en í henni er fjallað um staðsetningu gangamunna og legu stofnvega frá honum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur að varpa þurfi betra ljósi á það hver tillagan nákvæmlega er varðandi suðurleiðina þar sem á bls. 5 kemur fram á mynd leið einkennd með fjólublárri brotalínu sem kölluð er tilbrigði við suðurleið. Einnig er vakin athygli á ekki verður séð að gerð sé grein fyrir vegi að hreinsivirki við Melshorn. Vakin er athygi á auknum umferðaþunga á Eiðavegi til Borgarfjarðar, í og við þéttbýlið, og lögð er áhersla á að gert verði ráð fyrir aðgerðum til að auka þar umferðaröryggi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar vinnslutillöga, dagsett 6. júlí 2022, vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs akstursíþróttasvæðis í Skagafelli á Eyvindarárdal.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Málinu frestað til næsta fundar.

11.Egilsstaðaflugvöllur sem alþjóðaflugvöllur

Málsnúmer 202208008Vakta málsnúmer

Í ljósi endurtekinna jarðhræringa og eldsumbrota, nú á Reykjanesskaga, leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til við sveitarstjórn að óskað verði eftir viðræðum við innviðaráðuneytið um uppbyggingu Egilsstðaðaflugvallar sem alþjóðaflugvallar og aðstöðu fyrir millilandaflug auk annarra nauðsynlegra innviða á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?