Fara í efni

Beiðni um endurskoðun á banni við lausagöngu hrossa í Múladal.

Málsnúmer 202208028

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 28. fundur - 11.08.2022

Eins og segir í samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi: "Gripheld varsla er hindrun á frjálsri för búfjár með gripheldum girðingum, hliðum og öðrum mannvirkjum svo og með náttúrulegum farartálmum sem koma að sama gagni"

Því sér Heimastjórn Djúpavogs því ekkert til fyrirstöðu að ábúendur á Múla hafi hesta á beit í dalnum, enda sé það í skilningi laga um búfjárhald nr. 38/2013 að lausaganga eigi eingöngu við þegar búfé sé í óleyfi á landi í eigu annarra aðila. Fyrir liggur samþykki allra landeigenda um göngu hrossa í Múladal.

Þó ber að gæta þess að farið sé eftir 6. gr. sömu laga um vörslu graðpenings, ásamt því að hefta aðgengi stórgripa að þjóðvegum í nágrenninu með tryggum hætti.
Getum við bætt efni þessarar síðu?