Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

28. fundur 11. ágúst 2022 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn heimastjórnar Djúpavogs við vinnslutillögu fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna nýrrar vegtengingar, veitna og breytinga á íbúða- og atvinnusvæðum.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur, æskilegt hefði verið að fá þær inn fyrir síðasta fund til að tryggja skilvirkara ferli við breytinguna. Mikilvægt er að ljúka þessari vinnu sem allra fyrst til að fræmkvæmdir við fráveitu geti hafist án tafar.

Einnig er mikilvægt að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

2.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Lagðir fram til samþykktar gangnaseðlar og gagnaboð 2022 í gamla Djúpavogshreppi.

Í gangi er vinna við breytingar við endurskoðun á fjallskilasamþykktum fyrir Múlasýslur. Þegar þeirri vinnu er lokið mun heimastjórn taka þær tillögur fyrir. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði á svæðinu undanfarin ár og kallar það á endurskoðun á fyrirkomulagi fjallskila í framtíðinni.

Heimastjórn samþykkir framlagðan gagnaseðil og að fækka fjallskiladeildum úr þremur í eina. Fjallskilastjóri verður Eiður Gísli Guðmundsson.

3.Nýr smábátarampur á Djúpavogi

Málsnúmer 202208029Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur brýna þörf á því að bæta bæði aðstöðu við Djúpavogin með auknu rými fyrir akandi og gangandi umferð og að aðstaða til landtöku smábáta verði bætt.

Tækifæri sé til að framkvæma þessar breytingar með litlum tilkostnaði í tengslum við núverandi endurbætur á Djúpavogshöfn.

Heimastjórn beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs og hafnastjóra að gert verði ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun næsta árs og að framkvæmdir klárist fyrir sumarið 2023.

4.Beiðni um endurskoðun á banni við lausagöngu hrossa í Múladal.

Málsnúmer 202208028Vakta málsnúmer

Eins og segir í samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi: "Gripheld varsla er hindrun á frjálsri för búfjár með gripheldum girðingum, hliðum og öðrum mannvirkjum svo og með náttúrulegum farartálmum sem koma að sama gagni"

Því sér Heimastjórn Djúpavogs því ekkert til fyrirstöðu að ábúendur á Múla hafi hesta á beit í dalnum, enda sé það í skilningi laga um búfjárhald nr. 38/2013 að lausaganga eigi eingöngu við þegar búfé sé í óleyfi á landi í eigu annarra aðila. Fyrir liggur samþykki allra landeigenda um göngu hrossa í Múladal.

Þó ber að gæta þess að farið sé eftir 6. gr. sömu laga um vörslu graðpenings, ásamt því að hefta aðgengi stórgripa að þjóðvegum í nágrenninu með tryggum hætti.

5.Hreindýraveiði á Búlandsdal

Málsnúmer 202107041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi félags hreindýraveiðileiðsögumanna um notkun sexhjóla í Búlandsdal.

Heimastjórn samþykkir notkun sexhjóla til að sækja hreindýr á veiðislóð í Búlandsdal til eins árs líkt og síðasta ár. Heimastjórn vill þó benda á að tryggja þurfi góða umgengni í Búlandsdal, að ekki megi skilja hausa, skinn, bein eða annað sem mögulega gæti spillt vatnsbólum Djúpavogs eftir á svæðinu.

Einnig skulu notendur sexhjóla gæta þess að spilla sem minnst landi og gróðri á svæðinu. Ákvörðun þessi verður endurskoðuð að ári með tilliti til reynslu núverandi veiðitímabils.

6.Beiðni um endurnýjun á samningi.

Málsnúmer 202208038Vakta málsnúmer

Erindi frá Skógræktarfélag Djúpavogs þar sem órkað er eftir endurnýjun á samningi um land til skógræktar.

Heimastjórn beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að samningur við Skógræktarfélag Djúpavogs verði endurskoðaður og endurnýjaður.

7.Beiðni um aðstoð við gróðurhirðingu

Málsnúmer 202208039Vakta málsnúmer

Erindi frá Kristínu Sigfinnsdóttir, þar sem beðið eru um aðstoð við hirðingu garðs í kringum Sjólist á Djúpavogi.

Heimastjórn felur fulltrúa sveitarstjóra (starfsmanni heimastjórnar) að ræða við bréfritara um mögulegar lausnir á gróðurhirðingu við Sjólist.

8.Fyrirspurn um afnot af svæði fyrir almenning.

Málsnúmer 202208035Vakta málsnúmer

Erindi frá Þórdísi Sævarsdóttur um möguleg afnot af landsspildu fyrir íhugunarstað.

Heimastjórn líst vel á framkomnar hugmyndir og telur þær falla einkar vel að hæglætisstefnu þeirri sem Djúpivogur hefur unnið eftir undanfarin ár. Heimastjórn felur starfsmanni að vinna málið áfram með umhverfis- og framkvæmdasviði og bréfritara.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?