Fara í efni

Beiðni um endurnýjun á samningi.

Málsnúmer 202208038

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 28. fundur - 11.08.2022

Erindi frá Skógræktarfélag Djúpavogs þar sem órkað er eftir endurnýjun á samningi um land til skógræktar.

Heimastjórn beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að samningur við Skógræktarfélag Djúpavogs verði endurskoðaður og endurnýjaður.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fulltrúi L-lista (ÁHB) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÓÁR) sat hjá.
Ásdís yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Djúpavogs þar sem óskað er eftir breytingu á gildandi samningi við sveitarfélagið vegna stækkunar á samningssvæði. Heimastjórn Djúpavogs tók erindið fyrir á fundi sínum þann 11. ágúst síðast liðinn og vísaði því til ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirra hugmynda sem hafa áður komið fram og verið er að vinna að varðandi mögulega uppbyggingu baðstaðar við Búlandshöfn og svæðis fyrir hestaíþróttir á og í nágrenni umbeðins skógræktarsvæðis samþykkir ráðið að fela fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að útfæra viðbótarákvæði við gildandi samning Skógræktarfélagins um afnot af svæðinu neðan þjóðavegarins sem skilgreint er undir skógrækt í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?