Fara í efni

Skilti við gömlu brúna yfir Eyvindará

Málsnúmer 202208052

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til þess að koma upp skilti og öryggisbúnaði við Eyvindará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og frumkvæði Rótarýklúbbs Héraðsbúa við að stuðla að bættu öryggi við Eyvindará. Ráðið samþykkir beiðnina og vísar henni til kynningar og umsagnar hjá ungmennaráði Múlaþings. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við málsaðila og ungmennaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 16. fundur - 22.09.2022

Fyrir liggur erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði þar sem óskað er eftir því að erindi Rótarý-klúbbs Héraðsbúa verði kynnt fyrir ungmennaráði og jafnframt er óskað eftir umsögn.
Ungmennaráð leggur til að textinn verði endurskoðaður þannig að hann verði einfaldari og mun ráðið senda tillögu til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 17. fundur - 18.10.2022

Fyrir liggur að halda áfram vinnu við umsögn og breytingartillögur um skilti við gömlu brúna yfir Eyvindará. Ungmennaráð felur starfsmanni að koma tillögum sínum áfram til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?