Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

17. fundur 18. október 2022 kl. 15:30 - 17:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
 • Emma Rós Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
 • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
 • Páll Jónsson aðalmaður
 • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
 • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
 • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
 • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Kosning formanns og varaformanns Ungmennaráðs Múlaþings 2022-2024

Málsnúmer 202209154Vakta málsnúmer

Gengið var til kosningar varaformanns og gaf Unnar Aðalsteinsson kost á sér til starfsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Hanna Borg Jónsdóttir, sérfræðingur frá Unicef, kom á fundinn á Teams og kynnti fyrir nýjum meðlimum ungmennaráðs verkefnið Barnvænt sveitarfélag.

Gestir

 • Hanna Borg Jónsdóttir - mæting: 15:45

3.Barnvænt sveitarfélag, fulltrúar ungmennaráðs

Málsnúmer 202210066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að velja fjóra fulltrúa í stýrihóp Barnvæns sveitarfélags.

Sonja Bríet Steingrímsdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir, Emma Rós Ingvarsdóttir og Hilmir Bjólfur Sigurjónsson bjóða sig fram í stýrihópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ungmennaþing 2022

Málsnúmer 202203174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að kynna fyrir nýjum meðlimum niðurstöður Ungmennaþings og fara yfir hvaða verkefni ættu að vera í forgangi. Ákveðið að boða starfsmann umhverfis- og framkvæmdaráðs á næsta fund ungmennaráðs til að ræða stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skilti við gömlu brúna yfir Eyvindará

Málsnúmer 202208052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að halda áfram vinnu við umsögn og breytingartillögur um skilti við gömlu brúna yfir Eyvindará. Ungmennaráð felur starfsmanni að koma tillögum sínum áfram til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tímasetning funda ungmennaráðs 2022

Málsnúmer 202209157Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að ákveða tímasetningu á fundum ungmennaráðs. Ákveðið að stefna á að hafa fundi þriðja mánudag í mánuði klukkan 15:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?