Fara í efni

Erindi frá lögreglustjóra Austurlands varðandi öryggismál við Seyðisfjarðarhöfn

Málsnúmer 202208054

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 14. júlí 2022 frá lögreglustjóra Austurlands þar sem óskað er eftir heimild hafnayfirvalda í Múlaþingi til að tengjast myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem uppi eru á hafnarsvæðinu við Ferjuleiru og inn á tollasvæði ferjuhússins á Seyðisfirði.
Yfirhafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði Seyðisfjarðarhafnar að ganga frá samningum við lögreglustjóra Austurlands hvað varðar aðgengi að öryggismyndavélum á hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar.

Ráðið frestar afgreiðslu hvað varðar síðari hluta beiðni lögreglunnar um uppsetningu á eftirlitsmyndavélum utan hafnarsvæðisins þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Rúnar Gunnarsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku og leyfi sveitarfélagsins vegna uppsetningu eftirlitsmyndavéla við þrjár aðalleiðir inn á Austurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu eftirlitsmyndavéla á þeim stöðum sem tilgreindir eru í fyrirliggjandi erindi en tekur fram að sveitarfélagið mun ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu eða rekstur, né hafa eignarhald á vélunum. Jafnframt er bent á að hugsanlega þarf að sækja um frekari leyfi vegna framkvæmdarinnar sjálfrar.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁMS) situr hjá og 1 (ÁHB) er á móti.
Getum við bætt efni þessarar síðu?