Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

68. fundur 14. nóvember 2022 kl. 08:30 - 11:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Þórhallur Borgarson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Skeggjastaðir

Málsnúmer 202211021Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga um að efnisnáma í landi Skeggjastaða á Jökuldal verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði með breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þar sem efnisnámu í landi Skeggjastaða verði bætt inn á gildandi skipulag, sem óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Eiðar village ehf. um að breyting verði gerð á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðar uppbyggingar frístundasvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal var kynnt almenningi frá 14. júlí til 5. ágúst 2022 og bárust engar athugasemdir. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Fyrir ráðinu liggur jafnframt tillaga til auglýsingar, dagsett 9. nóvember 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu þar sem brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar. Ráðið beinir því til sveitarstjórnar að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal var kynnt almenningi frá 14. júlí til 5. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir ráðinu liggja umsagnir opinberra aðila sem bárust á kynningartíma auk samantektar á viðbrögðum við þeim. Fyrir ráðinu liggur tillaga til auglýsingar, sett fram á uppdrætti og greinargerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.5.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðir, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17.-31. mars 2022 og bárust engar athugasemdir. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 25. október 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Úlfsstaðir, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 25. október 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Merkjadal í landi Hafrafells 1. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 26. október 2022. Vinnslutillaga skipulagsins var kynnt 24. febrúar með athugasemdafresti til 11. mars 2022. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en umsagnir opinberra aðila liggja fyrir ráðinu auk samantektar með viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum Vegagerðarinnar með fullnægjandi hætti í fyrirliggjandi skipulagstillögu. Ráðið kallar eftir því að málsaðili vinni með Vegagerðinni að ásættanlegri lausn með tilliti til öryggis. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag Selskógar var kynnt almenningi í ágúst árið 2020 og bárust athugasemdir frá almenningi auk umsagna frá opinberum stofnunum sem bregðast þurfti við. Meðal annars hefur verið unnin fornleifaskráning af svæðinu og unnið að útfærslu innkeyrslu á bílastæði með Vegagerðinni. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar, sett fram á greinargerð og uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Furuvellir 11 - Umsókn um byggingarheimild - bílskúr

Málsnúmer 202010245Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild fyrir tveggja hæða bílskúr með íbúð á neðri hæð að Furuvöllum 11 á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Áformin voru grenndarkynnt árið 2020 og staðfesti byggingarfulltrúi að henni hefði lokið án athugasemda 11. desember 2020. Í ljósi þess að meira en eitt ár er liðið frá því að grenndarkynningu lauk og byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að grenndarkynna áformin að nýju í samræmi við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Furuvelli 13 og Reynivelli 12.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarheimild, Rauðholt, 701,

Málsnúmer 202209096Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir gestahúsi á Rauðholti (L157214). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Stofnun nýrrar lóðar, Fellabær, Hamrafell 1

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Grenndarkynning vegna stofnun nýrrar lóðar við Hamrafell 1 í Fellabæ lauk þann 20. október sl. Ein athugasemd barst þar sem gerðar voru athugasemdir við lóðamörk milli Hamrafells 1 og 3. Undir athugasemdina undirrita íbúar að Hamrafelli 2 og 3, Lagarfelli 3 og 7. Brugðist hefur verið við athugasemdum og breytingar gerðar á lóðablaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablað þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að stofna lóðina. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafn framt að um lóðaúthlutun fari samkvæmt lið a) í 3. grein reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Litla Sandfell 1A, 1B, 1C og 1D

Málsnúmer 202211080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. U er að ræða fjórar lóðir úr landi Litla Sandfells (L157431) sem mun fá heitin Litla Sandfell 1A, 1B, 1C og 1D.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Breyting á lóð, Faxagerði 5

Málsnúmer 202211017Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að hesthúsalóðin Faxagerði 5 verði sameinuð við aðliggjandi lóð, Faxagerði 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að lóðirnar við Faxagerði 3 og 5 verði sameinaðar á þeim forsendum að það væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Breyting á lóð, Suðurgata 2

Málsnúmer 202209171Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breyttum lóðamörkum þar sem lóðinni við Suðurgötu 2 á Seyðisfirði er skipt upp í tvær lóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að lóðamörkum og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um óstofnaða lóð í Fellabæ

Málsnúmer 202211067Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað eftir lóð á svæði norður af Reynihvammi sem skilgreint er í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem íbúðarbyggð. Jafnframt er sveitarfélagið hvatt til þess að setja af stað vinnu við deiliskipulag svæðisins sem fyrst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að stofnuð verði lóð á svæðinu án þess að það verði fyrst deiliskipulagt. Vísað er til umfjöllunar ráðsins undir 17. lið í fundardagskrá þessari þar sem forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna er til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs þar sem lögð er áhersla á að nýtt svæði fyrir hestaíþróttir verði staðsett í Bóndavörðulág.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir svæði undir hestaíþróttir í nýju Aðalskipulagi Múlaþings. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á að skoða staðsetningu í Bóndavörðulág í samræmi við bókun heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÓÁR) situr hjá.

17.Forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri leggur fram drög að forgangsröðun skipulagsverkefna fyrir árið 2023 þar sem gert er ráð fyrir að næstu nýju deiliskipulagsverkefni á vegum sveitarfélagsins verði íbúðahverfi við Hammersminni í Djúpavogi og norðan Reynihvamms og Dalbrúnar í Fellabæ.

Lagt fram til kynningar.

18.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa fulltrúa í byggingarnefnd menningarhúsa á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskipa í byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að óska eftir tilnefningum og endurskoða erindisbréf nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


19.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir tillögu að fyrirkomulagi vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla.

Máli frestað til næsta fundar.

20.Erindi frá lögreglustjóra Austurlands varðandi uppsetningu öryggismyndavéla

Málsnúmer 202208054Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku og leyfi sveitarfélagsins vegna uppsetningu eftirlitsmyndavéla við þrjár aðalleiðir inn á Austurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu eftirlitsmyndavéla á þeim stöðum sem tilgreindir eru í fyrirliggjandi erindi en tekur fram að sveitarfélagið mun ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu eða rekstur, né hafa eignarhald á vélunum. Jafnframt er bent á að hugsanlega þarf að sækja um frekari leyfi vegna framkvæmdarinnar sjálfrar.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁMS) situr hjá og 1 (ÁHB) er á móti.

Fundi slitið - kl. 11:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?