Fara í efni

Rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 202208055

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Lagður er fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem var undirritaður 12. júlí 2022.

Byggðaráð Múlaþings - 56. fundur - 16.08.2022

Fyrir liggur rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Einnig liggur fyrir erindi frá forstjóra HMS þar sem fram koma upplýsingar varðandi mögulegt ferli málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeim áfanga er náðst hefur með rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032 og mun sveitarfélagið taka virkan þátt í verkefninu er það hefst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Engin tilraun er gerð í samningnum til að skilja eða leiða í ljós orsakir núverandi húsnæðisvanda.
Samningurinn snýst um að ráðast á afleiðingar vandans fremur en að rót vandans.
Ekki er útskýrt hvernig stendur á því að það vanti 35þús íbúðir á 10 árum sem þýðir amk. 21% fjölgun þjóðarinnar á sama tíma. Hvaðan kemur sú fjölgun?
Skilgreina þarf rót vandans fyrst og grípa síðan til almennra aðgerða á sem eyða rótinni, sem örva almennt íbúðaframboð og fækkun í lágtekjuhópum.
Bein forsjárhyggju-inngrip ríkis á frjálsum markaði eru alltaf varhugaverð.
Getum við bætt efni þessarar síðu?