Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Hallgeirsstaðir og Hlíðarhús

Málsnúmer 202208066

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni dagsett 15. ágúst 2022. Sótt er um leyfi til efnistöku úr opinni námu í landi Hallgeirsstaða sem skilgreind er í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem E28 (Hallgeirsstaðir). Jafnframt er óskað eftir heimild til að taka um 500 m3 af leir úr landi Hlíðarhúsa, en um er að ræða 1-1,5 m þykkt lag af um 400 m2 svæði. Enginn efnistökustaður er þar skilgreindur í aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu E28 í landi Hallgeirsstaða.

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Hlíðarhúsa er hafnað á þeirri forsendu að hún er ekki skilgreind í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?