- Þjónusta
- Mannlíf
- Afþreying og ýmis þjónusta
- Kort, vegvísar og upplýsingar
- Menning og listir
- Bókasöfn Múlaþings
- Héraðsskjalasafn Austfirðinga
- Minjasafn Austurlands
- Sláturhúsið, Menningarmiðstöð
- Skaftfell, Myndlistarmiðstöð
- Tækniminjasafn Austurlands
- Félagsheimili
- Herðubíó
- Langabúð, Djúpavogi
- Cittaslow, Djúpavogi
- Bóndavarðan, bæjarblað Djúpavogs
- Teigarhorn, Geislasteinasafn
- Árlegir viðburðir
- Útilistaverk
- Tankurinn
- Náttúra og útivist
- Um Múlaþing
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu um strandsvæðaskipulag Austfjarða. En bendir hins vegar á að æskilegra væri að skipulagsvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum þar sem sú staða getur verið uppi að mannvirki á haffletinum hafi eins mikil áhrif á umhverfi og ásýnd líkt og þau sem eru á landi.
Allir sem vilja sig láta varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna og koma á framfæri ábendingum og eða athugasemdum við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar.
Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 (PH, ÞÓ) eru á móti, 1 (ÁHB) sat hjá.
Fulltrúar V-lista (PH og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi bókun:
Tekið skal fram að við erum sammaála því sem segir um að æskilegt sé skipulagsvald sveitarfélaga í fjörðum verði meira en nú er.
Tillaga að skipulagi haf- og strandsvæða Austfjarða sýnist ekki unnin með það að leiðarljósi að leita og taka tillit til allra sjónarmiða og er að okkar mati að miklu leyti þjónkun við fiskeldisfyrirtæki. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir því eldi sem leyfi hafa fengist fyrir, sem alls ekki er eðlilegt við skipulagsgerð sem þessa, þar sem horfa skal til allra hagsmuna. Á engan hátt verður séð að horft hafi verið til annarra hagaðila né gætt annarra sjónarmiða og t.d. ekki til þekktra veiðislóða og hrygningarsvæða, þ.e. atriða sem varða aðra nýtingu hafsins en til fiskeldis. Ekki er heldur tekið tillit til sjónarmiða ferðamennsku eins og t.d. varðandi útsýni, kajakferðir, ljósmengun. Steininn tekur úr í fyrrnefndri þjónkun við fiskeldið, að meira að segja í Mjóafirði þar sem ekki liggja fyrir leyfi fyrir laxeldi, þá er gert ráð fyrir eldiskvíum þar.
Seyðisfjörður, enn ósnortinn af laxeldi, fer ekki varhluta af óvönduðum vinnubrögðum í skipulaginu. Lítið er gert úr mögulegri vá af ofanflóðum gagnvart uppbyggingu fiskeldis í Seyðisfirði. Í tillögunni er ekki virt það stóra atriði í umhverfismati Skipulagsstofnunar, að eldiskvíar í firðinum geti haft áhrf á og minnkað öryggi siglingaleiða og þar með sjófarenda um fjörðinn. Þá virðir tillagan ekki helgunarmörk sæstrengsins Farice-1 og ógnar því mögulega fjarskiptum. Síðast en ekki síst er í tillögunni á engan hátt tekið mið af þeirri leiðsögn sem felst í því að 55% Seyðfirðinga lýstu sig algjörlega andvíga laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, en sveitarfélagið Múlaþing var m.a. stofnað á grunni hugmynda um íbúalýðræði. Við teljum þurfa að vanda betur til endanlegrar tillögu og leggjumst alfarið gegn tillögunni í núverandi mynd.