Fara í efni

Umsókn um lóð fyrir Veðurstöð á Bjólfi

Málsnúmer 202208082

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Veðurstofa Íslands hefur óskað eftir 400 m2 lóð undir nýja veðursjá sem fyrirhugað er að reisa á Bjólfi í samræmi við fyrirliggjandi lóðablað. Lóðin verður stofnuð úr landi Fjarðar (L155019).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa stofnun lóðarinnar og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá úthlutun hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?