Fara í efni

Vitar og strandmenning

Málsnúmer 202208097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 58. fundur - 30.08.2022

Fyrir liggur erindi frá Vitafélaginu- íslensk strandmenning þar sem fram kemur að unnið er að útgáfu spilastokks með 52 vitamyndum. Horft er til þess að nafngreina hvern vita auk þess að fræðslupplýsingar munu fylgja hverjum spilastokk og munu spilin verða seld á söfnum og minjagripaverslunum víða um land. Óskað er eftir styrk sem nemur kr. 20.000,- fyrir hverja vitamynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur jákvætt í að styrkja verkefni Vitafélagsins- íslensk strandmenning miðað við að vitarnir þrír, Kögurviti, Karlsstaðatangaviti og Papeyjarviti, sem tilgreindir eru í erindinu, verði hver um sig með mynd í fyrirhuguðum spilastokk. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?