Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

58. fundur 30. ágúst 2022 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot af landspildu

Málsnúmer 202208099Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Múlaþings og Skotfélags Austurlands um afnot af landspildu úr landi Þuríðarstaða í Eyvindarárdal. Málið var síðast á dagskrá byggðaráðs 16.8. 2022 undir máli nr. 202208099.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi milli Múlaþings og Skotfélags Austurlands um afnot af hluta úr landi Þuríðarstaða í Eyvindarárdal. Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Þjónustuskerðing HSA á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina

Málsnúmer 202206129Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fulltrúar HSA þau Guðjón Hauksson, Svava Ingibjörg Sveinsdóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Pétur Heimisson og Þórarna Gró Friðjónsdóttir og fóru yfir stöðu mála varðandi rekstur og þjónustu HSA á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar yfirstjórn HSA fyrir komu þeirra og ítrekar mikilvægi þess að unnið verði áfram að því að tryggja mönnun lækna, annars heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu sérfræðinga í heimabyggð til að viðhafa öflugri heilbrigðisþjónustu í Múlaþingi. Mikilvægt er einnig að tryggja fullnægjandi tækjakost til bráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum sökum nálægðar við sjúkraflugvöll, víðfeðmis sveitarfélagsins og mikillar fjarlægðar við sérhæfða bráðaþjónustu sem staðsett er í Reykjavík.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Guðjón Hauksson, Svava Ingibjörg Sveinsdóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Pétur Heimisson og Þórarna Gró Friðjónsdóttir - mæting: 09:30

4.Vitar og strandmenning

Málsnúmer 202208097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Vitafélaginu- íslensk strandmenning þar sem fram kemur að unnið er að útgáfu spilastokks með 52 vitamyndum. Horft er til þess að nafngreina hvern vita auk þess að fræðslupplýsingar munu fylgja hverjum spilastokk og munu spilin verða seld á söfnum og minjagripaverslunum víða um land. Óskað er eftir styrk sem nemur kr. 20.000,- fyrir hverja vitamynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur jákvætt í að styrkja verkefni Vitafélagsins- íslensk strandmenning miðað við að vitarnir þrír, Kögurviti, Karlsstaðatangaviti og Papeyjarviti, sem tilgreindir eru í erindinu, verði hver um sig með mynd í fyrirhuguðum spilastokk. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?