Fara í efni

Byggingaráform, grenndarkynning, Mánatröð 8

Málsnúmer 202208128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir afstöðu vegna grenndarkynningar fyrirhugaðra byggingaráforma við Mánatröð 8 á Egilsstöðum en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Mánatröð 6 og 10, Ártröð 3, 5 og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 65. fundur - 03.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Mánatröð 8 á Egilsstöðum. Grenndarkynningu áformanna lauk þann 28. september án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Mánatröð 8 á Egilsstöðum sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?