Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Hesthúsalóð 2, 711,

Málsnúmer 202208147

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform á Hesthúsalóð 2 (L201592) á Seyðisfirði. Fyrirhugað er að rífa núverandi byggingu á lóðinni og reisa þar vélaskemmu. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði ný vegtenging að lóðinni frá Seyðisfjarðarvegi.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Landnotkun á svæðinu í gildandi aðalskipulagi er skilgreint "opið svæði til sérstakra nota" flokkur 4-Svæði til hestamennsku. Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að heimila umbeðin áform sem gera ráð fyrir uppbyggingu mannvirkis sem á heima á svæði með landnotkun sem athafnasvæði. Ekki er heldur hægt að fallast á að heimila nýja tengingu inn á Vesturveg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?