Fara í efni

Menningarstefna Múlaþings

Málsnúmer 202209006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 59. fundur - 06.09.2022

Í gildandi málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að vinna skuli menningarstefnu fyrir Múlaþing og skoða skuli möguleika þess að vinna sameiginlega menningarstefnu fyrir Austurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að setja af stað vinnu við mótun menningarstefnu fyrir Múlaþing. Höfð verði til hliðsjónar m.a. menningarstefna fyrir Fljótsdalshérað er tók gildi 2019. Byggðaráð Múlaþings samþykkir einnig að beina því til umfjöllunar á haustþingi SSA að tekin verði til skoðunar möguleiki þess að vinna sameiginlega menningarstefnu fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?