Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

59. fundur 06. september 2022 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

3.Atvinnumál í Múlaþingi

Málsnúmer 202209001Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdist forstjóri Síldarvinnslunnar, Gunnþór Ingvason, og fór yfir stöðu mála og framtíðarsýn varðandi starfsemi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.

Gestir

  • Gunnþór Jónsson - mæting: 08:30

4.Menningarstefna Múlaþings

Málsnúmer 202209006Vakta málsnúmer

Í gildandi málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að vinna skuli menningarstefnu fyrir Múlaþing og skoða skuli möguleika þess að vinna sameiginlega menningarstefnu fyrir Austurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að setja af stað vinnu við mótun menningarstefnu fyrir Múlaþing. Höfð verði til hliðsjónar m.a. menningarstefna fyrir Fljótsdalshérað er tók gildi 2019. Byggðaráð Múlaþings samþykkir einnig að beina því til umfjöllunar á haustþingi SSA að tekin verði til skoðunar möguleiki þess að vinna sameiginlega menningarstefnu fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi

Málsnúmer 202108121Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs vill beina því til Byggðarráðs að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verði tryggðir verulegir fjármunir til úrbóta í öryggismálum gangandi vegfarenda á Djúpavogi. Margítrekað hefur verið að nauðsyn sé að bæta úr öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru engar gangstéttir og ástand þeirra misjafnt þar sem þær eru, gangbrautir vantar og merkingum er ábótavant.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina ábendingum heimastjórnar Djúpavogs varðandi aðbúnað gangandi vegfarenda á Djúpavogi til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundagerðir Sigfúsarstofu 2022

Málsnúmer 202209003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sigfúsarstofu, dags. 23.08.2021, 18.08.2022 og 30.08.2022. Jafnframt liggur fyrir erindi frá stjórn varðandi fjárhagsáætlun Sigfúsarstofu 2023 og framlag Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa erindi varðandi fjárhagsáætlun Sigfúsarstofu 2023 til atvinnu- og menningarstjóra til úrvinnslu í tengslum við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 - 2026.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.08.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland

Málsnúmer 202111121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 01.09.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 til atvinnu- og menningarstjóra til úrvinnslu í tengslum við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 - 2026.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?