Fara í efni

Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202209231

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður í Reykjavík miðvikudaginn 12. október nk. kl. 13:00.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson sitji aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélagsins og fari þar með atkvæði þess. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að tilnefna, Helga Hlyn Ásgrímsson, í stjórn Samtaka sjávarútvegsfélaga sem kosin verður á aðalfundi þess.

Samþykkt með einu atkvæði (HHÁ.) fjórir á móti (BHS,VJ,ÍK og HÞ)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri sitji aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélagsins og fari þar með atkvæði þess. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að tilnefna sveitarstjóra Múlaþings, Björn Ingimarsson, í stjórn Samtaka sjávarútvegsfélaga sem kosin verður á aðalfundi þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?