Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

62. fundur 04. október 2022 kl. 08:30 - 12:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
 • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Fram kom m.a. að gengið hefur verið frá samningi við kaupanda vegna Fjósakambs 8a og að samþykkt hefur verið kauptilboð í Fjósakamb 8b með fyrirvara um samþykki byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir kauptilboð í Fjósakamb 8b og felur sveitarstjóra, í samráði við Fljótsdalshrepp, að ganga frá samningi vegna sölu umræddrar eignar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022. Einnig kom inn á fundinn, undir þessum lið, atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og menningarmál.

Gestir

 • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:00

3.Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126Vakta málsnúmer

Inn á fundinn komu fulltrúar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeir Kjartan Ágúst Jónasson, Friðrik Bjartur Magnússon og Stefán Sigurðsson, og kynntu hugmyndir varðandi mögulega framtíðarstaðsetningu golfvallar félagsins í landi Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs áhugaverða kynningu varðandi framtíðaráform félagsins. Sveitarstjóra falið að vinna að því að áform Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs geti orðið að veruleika m.a. með aðstoð í samskiptum félagsins við eigendur þess lands er golfvöllur félagsins er staðsettur á í dag. Ef ásættanleg niðurstaða næst varðandi núverandi aðstöðu verði gengið til samninga við eigendur Eiða varðandi landskipti er geri framtíðaruppbyggingu golfvallar þar mögulega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

 • Kjartan Ágúst Jónasson, Friðrik Bjartur Magnússon og Stefán Sigurðsson - mæting: 10:00

4.Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 202206013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Húseigendafélaginu, Landsambandi eldri borgara og Félagi atvinnurekenda þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Húseigendafélaginu, Landsambandi eldri borgara og Félagi atvinnurekenda til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Skriðuhætta í Seyðisfirði

Málsnúmer 202209212Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi varðandi það hvernig hefta megi vöxt og útbreiðslu lúpínu og koma þannig í veg fyrir að hætta á skriðuföllum skapist í bröttum hlíðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska álits Veðurstofu Íslands á umræddu erindi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Erindi, Þórshamar Hafnargata 25 og Strandavegur 29-33 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209225Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við eigendur Þórshamars, Hafnargötu 25, á Seyðisfirði en þar hefur ekki verið heimiluð endurbygging húsnæðisins þar sem það er staðsett innan skilgreinds hættusvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra í samráði við sérfræðinga Veðurstofunnar, að láta skoða hvort heimila megi endurbyggingu Hafnargötu 25 á Seyðisfirði í ljósi þeirra varna vegna skriðufalla er komið hefur verið upp.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Húsnæðismál á Borgarfirði

Málsnúmer 202209230Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um að íbúð á Borgarfirði, sem er laus, verð sett í almenna sölu þar sem ekki er biðlisti eftir íbúðum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögu varðandi mögulega sölu íbúðar á Borgarfirði til heimastjórnar Borgarfjarðar til umsagnar. Málið verði tekið fyrir á ný er umsögn heimastjórnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202209231Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður í Reykjavík miðvikudaginn 12. október nk. kl. 13:00.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson sitji aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélagsins og fari þar með atkvæði þess. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að tilnefna, Helga Hlyn Ásgrímsson, í stjórn Samtaka sjávarútvegsfélaga sem kosin verður á aðalfundi þess.

Samþykkt með einu atkvæði (HHÁ.) fjórir á móti (BHS,VJ,ÍK og HÞ)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri sitji aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélagsins og fari þar með atkvæði þess. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að tilnefna sveitarstjóra Múlaþings, Björn Ingimarsson, í stjórn Samtaka sjávarútvegsfélaga sem kosin verður á aðalfundi þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Markaðsátak, grunnvinna

Málsnúmer 202209235Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom atvinnu- og menningarmálastjóri og gerði grein fyrir hugmyndum að vinnu vegna kynningarmála fyrir sveitarfélagið og þeim kostnaði er slíkt hefur í för með sér.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar atvinnu- og menningarmálastjóra góða kynningu á fyrirhuguðum verkefnum, er tengjast kynningarmálum sveitarfélagsins, og samþykkir að unnið verði áfram að verkefninu að því gefnu að það rúmist innan fjárhagsramma málaflokksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Afmæli Egilsstaða

Málsnúmer 202208009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samkeppni um gerð útilistaverks á Egilsstöðum auk tíma- og kostnaðaráætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir í samræmi við umræðu á fundinum að unnið verði áfram að útfærslu á fyrirhugaðri samkeppni um gerð útilistaverks á Egilsstöðum og að stefnt verði að endanlegri afgreiðslu samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árin 2023-2026 enda verði gert ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins þar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna skuldasöfnunar Múlaþings og forgangsröðunar verði þessu verkefni frestað um óskilgreindan tíma þar til fjárhagur leyfir slíkt verkefni.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?