Fara í efni

Varaaflsmál á Borgarfirði

Málsnúmer 202210014

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 28. fundur - 06.10.2022

Síðustu misseri hafa bilanir í varaafli gert vart við sig þegar rafmagn fer af í firðinum. Guðmundur Hólm Guðmundsson og Guðsteinn Fannar Jóhannson frá Rarik komu á fundinn og fóru yfir varaaflsmál í Borgarfirði.

Í máli þeirra kom fram að Rarik telji sig búið að finna út úr bilununum og viðgerð fari fram mjög fljótlega. Bilanirnar stöfuðu af ónýtum rafgeymum.
Heimastjórn fagnar því að svo virðist sem varaaflsmál á Borgarfirði séu að verða komin í lag.
Einnig kom fram í máli þeirra að á næstu misserum stendur til að auka flutningsgetu rafmagns til Borgarfjarðar úr 11 kv í 19 kv vegna aukinnar notkunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Guðsteinn Fannar Jóhansson - mæting: 15:40
  • Guðmundur Hólm Guðmundsson - mæting: 15:40
Getum við bætt efni þessarar síðu?