Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

28. fundur 06. október 2022 kl. 13:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað- mál nr. 2022-034530

Málsnúmer 202209129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað frá Blábjörgum ehf.

Heimastjórn hefur fyrir sitt leyti ekkert við veitingu leyfisins að athuga og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Framkvæmdir við Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Mikið brim gerði á Borgarfirði 25. og 26. september. Vegna framkvæmda í Borgarfjarðarhöfn var sogið í höfninni meira en áður hefur verið og litlu munaði að stórtjón yrði.

Heimastjórn vill ítreka mikilvægi þess að haldið verði áfram með samþykktar framkvæmdir í Borgarfjarðarhöfn sem og sjóvarnir við Blábjörg og Njarðvík sem fyrst til að lágmarka áhættu á tjóni á framkvæmdatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Húsnæðismál á Borgarfirði

Málsnúmer 202209230Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um að íbúð á Borgarfirði, sem er laus, verð sett í almenna sölu þar sem ekki er biðlisti eftir íbúðum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögu varðandi mögulega sölu íbúðar á Borgarfirði til heimastjórnar Borgarfjarðar til umsagnar. Málið verði tekið fyrir á ný er umsögn heimastjórnar liggur fyrir.

Heimastjórn Borgarfjarðar hafnar framkominni hugmynd byggðaráðs um sölu á stærri íbúð Lækjargrundar.

Umrædd íbúð var byggð með stofnframlögum til að tryggja að nægt framboð af leiguhúsnæði væri á svæðinu. Heimastjórn áréttar að við sameiningu sveitarfélagsins í Múlaþing kom fram mikil og sterk andstaða íbúa við sölu eigna sveitarfélagsins.

Heimastjórn Borgarfjarðar vill jafnframt benda á að íbúðir sveitarfélagsins á Borgarfirði hafa um árabil ekki verið reknar sem félagslegar íbúðir og því eðlilegt að ekki séu biðlistar í þær.

Að auglýsa leiguíbúð til sölu á almennum markaði er alls óásættanlegt og leggur heimastjórn til að umrædd íbúð verði auglýst til leigu er hún losnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Málefni Stakkahlíðar

Málsnúmer 202210013Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Varaaflsmál á Borgarfirði

Málsnúmer 202210014Vakta málsnúmer

Síðustu misseri hafa bilanir í varaafli gert vart við sig þegar rafmagn fer af í firðinum. Guðmundur Hólm Guðmundsson og Guðsteinn Fannar Jóhannson frá Rarik komu á fundinn og fóru yfir varaaflsmál í Borgarfirði.

Í máli þeirra kom fram að Rarik telji sig búið að finna út úr bilununum og viðgerð fari fram mjög fljótlega. Bilanirnar stöfuðu af ónýtum rafgeymum.
Heimastjórn fagnar því að svo virðist sem varaaflsmál á Borgarfirði séu að verða komin í lag.
Einnig kom fram í máli þeirra að á næstu misserum stendur til að auka flutningsgetu rafmagns til Borgarfjarðar úr 11 kv í 19 kv vegna aukinnar notkunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Guðsteinn Fannar Jóhansson - mæting: 15:40
  • Guðmundur Hólm Guðmundsson - mæting: 15:40

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fimmtudaginn 3. nóv næstkomandi kl. 09:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 1. nóvember. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?