Fara í efni

Bakki 3 - Ráðstöfun húsnæðis

Málsnúmer 202210186

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn á Djúpavogi er sammála um að framtíðaráform um nýtingu Bakka 3 þurfi að liggja fyrir sem fyrst. Þangað til annað verður ákveðið leggur heimastjórn áherslu á að starfsemi verði í húsinu og leggur til að rýmið sem um ræðir verði auglýst til leigu undir þjónustustarfsemi eða ráðstafað á annan hátt í samráði við heimastjórn.
Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn líst vel á framkomnar hugmyndir um að útbúin verði salernisaðstaða í þeim hluta Bakka 3 sem ekki er nýttur í dag. Með því móti verði brugðist við brýnni þörf fyrir salernisaðstöðu á miðsvæði auk þess sem létt verður á álagi á hafnarsvæðinu neðan við Faktorshúsið. Heimastjórn leggur áherslu á að framkvæmdin fái góða kynningu og verði lokið tímanlega fyrir næsta sumar. Jafnframt að hugað verði að ytra útliti og umhverfi hússins m.a. m.t.t. bílastæða og hleðslu rafbíla. Einnig að kannað verði hvort framkvæmdin sé styrkhæf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?