Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

32. fundur 08. desember 2022 kl. 10:30 - 12:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Ívar Karl Hafliðason tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

1.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða veglínu sérstaklega ef hún leiðir til þess að skipulag í og við Gleðivík liggi fyrir fyrr en ella. Sömuleiðis gerir heimastjórn ekki athugasemdir við skipulagshugmyndir Vegagerðarinnar varðandi hafnarsvæðin á Djúpavogi en leggur áherslu á að unnið verði að verkefninu í góðu samráði við íbúa og aðra hagaðila. Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til áframhaldandi vinnu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:30

2.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnaði fyrir ríkissjóðs.

Samþykkt samhljóða.

3.Bakki 3, Ráðstöfun húsnæðis

Málsnúmer 202210186Vakta málsnúmer

Heimastjórn líst vel á framkomnar hugmyndir um að útbúin verði salernisaðstaða í þeim hluta Bakka 3 sem ekki er nýttur í dag. Með því móti verði brugðist við brýnni þörf fyrir salernisaðstöðu á miðsvæði auk þess sem létt verður á álagi á hafnarsvæðinu neðan við Faktorshúsið. Heimastjórn leggur áherslu á að framkvæmdin fái góða kynningu og verði lokið tímanlega fyrir næsta sumar. Jafnframt að hugað verði að ytra útliti og umhverfi hússins m.a. m.t.t. bílastæða og hleðslu rafbíla. Einnig að kannað verði hvort framkvæmdin sé styrkhæf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða.

4.Rekstur í Löngubúð

Málsnúmer 202210185Vakta málsnúmer

Starfsmaður lagði fram drög að samningi í samræmi við fyrri bókun heimastjórnar. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og leggur til að gengið verði frá undirritun fyrir áramót.

Samþykkt samhljóða.

5.Eggin í Gleðivík

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til að við þá skipulagsvinnu sem nú stendur yfir í og við Gleðivík verði gert ráð fyrir að verkið "Eggin í Gleðivík" standi þar áfram, sé þess nokkur kostur. Heimastjórn leggur áherslu á að við skipulagsvinnuna og framkvæmdir verði sérstaklega gætt að merkingum, umferðaröryggi og aðgengi. Heimastjórn ítrekar að umferðaröryggi gangandi vegfarenda á svæðinu verði tryggt eins og kostur er fyrir næsta sumar.

Samþykkt samhljóða.

6.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Starfsmaður gerði grein fyrir viðbrögðum við auglýsingu þar sem öllum var boðið að bjóða sig fram til setu í hópnum sem fundar að jafnaði 2-4 á á ári. Alls lýstu sex yfir áhuga á að taka þátt. Heimastjórn þakkar kærlega þann áhuga sem verkefninu er sýndur og er sammála um að allir hlutaðeigandi taki sæti í hópnum.

Lögð fram tillaga um að hópurinn verði skipaður eftirfarandi:

Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hugrún Malmquist, Íris Birgisdóttir, Jóhanna Reykjalín, Þorbjörg Sandholt og Þórdís Sigurðardóttir.

Samþykkt samhljóða.

7.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Heimastjórn er þeirrar skoðunar að stefnt skuli að því að koma á fót virkri uppbyggingu og starfsemi í Faktorshúsinu sem fyrst og gerir það að tillögu sinni að auglýst verði eftir samstarfsaðilum í verkefnið. Starfsmanni falið að fylga verkefninu eftir.

Samþykkt samhljóða.

8.Starfsemi á Teigarhorni

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur áherslu á að "Samningur um umsjón og rekstur Fólkvangsins Teigarhorn í Djúpavogshreppi" verði uppfærður og endurnýjaður sem fyrst og felur starfsmanni heimastjórnar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Adventura ehf.

Málsnúmer 202211265Vakta málsnúmer

(GJ vék af fundi) Heimastjórn Djúpavogs gerir ekki athugasemd við erindið og vísar erindinu til eignarsviðs með þeim fyrirvara að í lið 7 í fundargerðinni er verið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um framtíðarnýtingu á húsnæðinu. Nýtingin yrði því tímabundin og verður endurskoðuð þegar koma fram hugmyndir um framtíðarnýtingu.

Samþykkt samhljóða.

(GJ kom aftur til fundar)

10.Skógræktarfélag Djúpavogs

Málsnúmer 202211266Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur undir með Skógræktarfélagi Djúpavogs og leggur áherslu á að framvegis verði jólatré sem sett eru upp af sveitarfélaginu á Djúpavogi úr Hálsaskógi.

Samþykkt samhljóða.

11.Hreindýraarður 2022

Málsnúmer 202212040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Eyjaland: Á næstu dögum hefjast framkvæmdir í Eyjalandi. Gömlum lögnum og jarðvegi verður skipt út og yfirborð lagað. Í framhaldinu verður vegurinn í átt að flugbrautinni lagaður.

Tryggvabúð: Framkvæmdum þar m.a. til að bæta hljóðvist auk þess sem opnað var milli herbergja er næstum lokið.

Háaurar: Undanfarið hefur verið unnið að hreinsun á gámasvæðinu á Háaurum. Frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar.

Bóndavarðan: Bóndavarðan kom út í lok nóvember.

Cittaslow: Fulltrúi sveitarstjóra sat fund Nordic Cittaslow 1. desember þar sem farið var yfir starfið framundan.

Starfsmannamál: Sigurbjörn Heiðdal hefur sagt upp störfum hjá þjónustumiðstöðinni. Starfið hefur verið auglýst.

Verndarsvæði í byggð: Boðað verður til opins fundar á Djúpavogi um verndarsvæði í byggð fljótlega eftir áramótin.

Snorrasjóður: Stjórn Snorrasjóðs kom saman til fundar vegna úthlutunar úr sjóðnum. Niðurstaða fundarins verður kynnt fljótlega.

Fundur rýnihóps í Löngubúð: Nýlega var haldinn fundur í Löngubúð á samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið um ímynd Múlaþings. Betur hefði mátt standa að fundarboðinu og upplýsingagjöf m.a. til heimastjórnar í tengslum við fundinn.

Slökkvibílar: Búið er að selja annan af bílum slökkviliðsins sem auglýstir voru til sölu nýlega. Stefnt er að því að þeir verði fjarlægðir af planinu við slökkvistöðina fyrir jól.

Vegurinn um Öxi: Sveitarfélagið minnir reglulega á kröfur sínar og heimastjórnar um úrbætur varðandi vetrarþjónustu og framkvæmdir á Öxi. Innan nokkurra daga mun sveitarstjóri funda með forstjóra Vegagerðarinnar og er gert ráð fyrir að fulltrúi úr heimastjórn sitji þann fund.

Húsnæðisáætlun: Þessa dagana er unnið að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing og einstaka hluta þess. Drög verða kynnt heimastjórn fljótlega.

Eimskip: Svæðisstjóri Eimskips hefur óskað eftir að koma á funda heimastjórnar og kynna starfsmei og áherslur fyrirtækisins á svæðinu. Hann verður boðinn velkominn á fund heimastjórnar í janúar.

Salernismál: Áfram er unnið að úrlausn á salernismálum í og við Samkaup í samstarfi við fyrirtækið.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?