Fara í efni

Umsókn um óstofnaða lóð í Fellabæ

Málsnúmer 202211067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað eftir lóð á svæði norður af Reynihvammi sem skilgreint er í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem íbúðarbyggð. Jafnframt er sveitarfélagið hvatt til þess að setja af stað vinnu við deiliskipulag svæðisins sem fyrst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að stofnuð verði lóð á svæðinu án þess að það verði fyrst deiliskipulagt. Vísað er til umfjöllunar ráðsins undir 17. lið í fundardagskrá þessari þar sem forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna er til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?