Fara í efni

Fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202211221

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur beiðni um umsögn heimastjórnar varðandi það að félagsheimilið Herðubreið verði skilgreint sem fjöldahjálparstöð á neyðartímum

Heimastjórn leggur til að Herðubreið verði skilgreind sem fjöldahjálparstöð á neyðartímum og vísar erindinu til byggðarráðs til umfjöllunar og sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 71. fundur - 17.01.2023

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram kemur tillaga um staðsetningu fjöldahjálparstöðvar á Seyðisfirði, að drög að samkomulagi milli Múlaþings og Rauða kross Íslands um fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði verði afgreidd og tillaga að ákvæði inn í samning Múlaþings við rekstraraðila Herðubreiðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði verði fjöldahjálparstöð á neyðatímum og að í samningi Múlaþings við rekstraraðila Herðubreiðar komi eftirfarandi fram m.a.:
„Ef opna þarf fjöldahjálparstöð á hættutímum vegna náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atvika þá veita rekstraraðilar Herðubreiðar Rauða krossinum og almannavörnum aðgang að húsnæðinu ásamt því að leggja til tengilið við húsnæðið og aðgang að húsnæðinu til æfinga í neyðarviðbrögðum. Æfingar eru í samráði við rekstraraðila með fyrirvara um að tímasetning á æfingu henti báðum aðilum.“
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi milli Rauða kross Íslands og Múlaþings um fjöldahjálparstöð í Herðubreið. Skrifstofustjóra falin framkvæmd málsins og að upplýsa viðbragðsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?