Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

71. fundur 17. janúar 2023 kl. 09:00 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggja, annars vegar, tillögur að uppfærðum reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Múlaþingi og, hins vegar, leiðrétt tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega varðandi afslátt af fasteignaskatti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Múlaþingi. Einnig samþykkir byggðaráð, varðandi heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum árið 2023, að viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði lágmark 6.145.355 kr. og hámark 7.785.302 kr. Fjármálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði í samræmi við samþykktar reglur og viðmið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er grein fyrir því ferli er unnið verður samkvæmt við hækkun á leiguverði íbúða í eigu sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

4.Fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202211221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram kemur tillaga um staðsetningu fjöldahjálparstöðvar á Seyðisfirði, að drög að samkomulagi milli Múlaþings og Rauða kross Íslands um fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði verði afgreidd og tillaga að ákvæði inn í samning Múlaþings við rekstraraðila Herðubreiðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði verði fjöldahjálparstöð á neyðatímum og að í samningi Múlaþings við rekstraraðila Herðubreiðar komi eftirfarandi fram m.a.:
„Ef opna þarf fjöldahjálparstöð á hættutímum vegna náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atvika þá veita rekstraraðilar Herðubreiðar Rauða krossinum og almannavörnum aðgang að húsnæðinu ásamt því að leggja til tengilið við húsnæðið og aðgang að húsnæðinu til æfinga í neyðarviðbrögðum. Æfingar eru í samráði við rekstraraðila með fyrirvara um að tímasetning á æfingu henti báðum aðilum.“
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi milli Rauða kross Íslands og Múlaþings um fjöldahjálparstöð í Herðubreið. Skrifstofustjóra falin framkvæmd málsins og að upplýsa viðbragðsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi Úthéraðsverkefnið þar sem fram kemur m.a. að heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir þær tillögur er verkefnahópur leggur til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og fagnar þeirri vinnu er unnin hefur verið af verkefnahópi um eflingu byggða á Úthéraði. Byggðaráð styður þær tillögur er hópurinn leggur fram að því gefnu að árlegur styrkur sveitarfélagsins, sem þar er gert ráð fyrir, rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ábendingagátt

Málsnúmer 202212083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi vinnu við að koma á stafrænni ábendingagátt þar sem íbúum verður, í gegnum tölvu eða síma, gert kleift að koma á framfæri ábendingum til sveitarfélagsins sem fara síðan í farveg innan stjórnsýslu þess.

Lagt fram til kynningar.

7.Þátttaka í sameiginlegu spjallmenni sveitarfélaga

Málsnúmer 202211220Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá umbreytingateymi Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar sameiginlegt verkefni sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu sem Múlaþing er aðili að.

Lagt fram til kynningar.

8.Störf undanþegin verkfallsheimild 2023

Málsnúmer 202209220Vakta málsnúmer

Fyrir liggur listi yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2023, komi til verkfalla, sbr. 19.gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 með síðari breytingum og 2.gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að lokinni yfirferð yfir fyrirliggjandi drög samþykkir byggðaráð listann og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að listinn verði birtur í B-deild Stjórnartíðinda innan tilskilins frest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Jafnréttisáætlun, jafnlaunastefna Múlaþings

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs þar sem fram kemur m.a. að jafnréttisteymið hefur hafið vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar og er stefnt að því að leggja drög að endurskoðaðri áætlun fyrir byggðaráð til afgreiðslu fyrir 1. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

10.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Farið yfir erindin sem bárust á sveitarstjórnarbekkinn, sem haldinn var á Jólakettinum 10. desember sl., og þeim vísað til viðkomandi ráða, stofnana og starfsfólks til afgreiðslu eftir því sem við á.

Í vinnslu.

11.Atvinnu- og menningarmál, yfirferð sviðstjóra

Málsnúmer 202301122Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, og fór yfir þau helstu verkefni sem unnið hefur verið að á sviði atvinnu- og menningarmála undanfarna mánuði og það sem framundan er.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:20

12.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14.12.2022.

Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 12.12.2022.

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021,2022

Málsnúmer 202103067Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

15.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austulands , dags. 12.12.2022.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Félagsheimilið Herðubreið, rekstur

Málsnúmer 202212047Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að viðauka við samning um starfsemi og rekstur Herðubreiðar þar sem gert er ráð fyrir framlengingu á gildandi samningi til og með 30. apríl 2023. Ástæða framlengingar er að útboð varðandi rekstur Herðubreiðar er í ferli og er raunhæft að gera ráð fyrir því að útboð og samningagerð geti tekið þrjá til fjóra mánuði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að viðauka við samning um starfsemi og rekstur Herðubreiðar og felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:50

17.Hreindýraarður 2022

Málsnúmer 202212040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 11.01.2023, þar sem erindi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2022, varðandi mögulega vöktun skaða vegna hreindýra er vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Í vinnslu.

18.Öldugata 14 Seyðisfirði

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?