Fara í efni

Seyðisfjarðarhöfn - staða mála

Málsnúmer 202212045

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn óskaði eftir því að yfir-hafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar; Rúnar Gunnarsson mætti inná fundinn og færi yfir helstu verkefnin á höfninni nú og í nánustu framtíð.

Rúnar Gunnarsson yfir-hafnarvörður mætti á fundinn og fór yfir málefni Seyðisfjarðarhafnar. Mikil uppbygging er í gangi m.a. er unnið að því að laga Angróbryggju, að klára sjóvörn við Sæból og lenging Strandarbakka er í farveginum. Einnig er stefnt að því að gera grjótvörn við Vestdalseyri og að lagfæra grjótvörn við bræðsluna á næsta ári. Mikil aukning á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðarhafnar verður á næsta ári, en 116 skipakomur eru bókaðar á næsta ári, 40 fyrir 2024 og 20 fyrir 2025. Raftenging skipa er í vinnslu en unnið er að því að koma fyrir spennistöð á Strandarbakka. Smærri skemmtiferðaskip og Norræna gætu tengst við búnaðinn. Tiltekt er í gangi á höfninni og hefur verið gerð gangskör í að hreinsa til á gámasvæðinu.

Heimastjórn þakkar Rúnari fyrir komuna og greinagóða yfirferð.

Gestir

  • Rúnar Gunnarsson - mæting: 14:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?