Fara í efni

Reglur um stoðþjónustu

Málsnúmer 202301121

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 59. fundur - 17.01.2023

Teknar eru til umfjöllunar tillögur starfsmanna félagsþjónustu að nýjum og samþættum reglum er varða stuðningsþjónustu. Í fyrirliggjandi tillögu er öll grunnþjónusta felld saman til einföldunar fyrir notendur, hvort sem þeir sækja um þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 eða laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.

Fjölskylduráð samþykkir samhljóða meðfylgjandi reglur félagsþjónustu Múlaþings um stuðningsþjónustu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 17.01.2023, þar sem til umfjöllunar voru tillögur starfsmanna félagsþjónustu að nýjum og samþættum reglum er varða stuðningsþjónustu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fölskylduráðs og samþykkir meðfylgjandi reglur félagsþjónustu Múlaþings um stuðningsþjónustu. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að breyttar reglur verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?