Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

33. fundur 08. febrúar 2023 kl. 14:00 - 18:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarstjórnar að leita afbrigða og bæta inn sem lið 13, Rammahluti aðalskipulags,Stuðlagil, og lið 14, lánasamningar 2023. Var það samþykkt samhljóða.

1.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.01.2023, þar sem lagt er til við sveitarstjórnar Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Múlaþingi

Málsnúmer 202204208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 23.01.2023, þar sem fyrirliggjandi drögum að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til umfjöllunar.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir í fyrri umræðu, í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 31.01.2023, þar sem tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá félagsþjónustu Múlaþings sem og á tekju- og eignaviðmiðum er vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá félagsþjónustu Múlaþings sem miða að breytingum á 6. gr. gildandi reglna auk frekari breytinga á upphæðum sérstaks húsnæðisstuðnings. Einnig samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögur að breytingum á tekju- og eignaviðmiðum samkvæmt leiðbeiningum ráðherra félags- og vinnumarkaðsmála þar að lútandi. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að breyttar reglur verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til síðari umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að sjá um birtingu gagna með þeim hætti er lög og reglur kveða á um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 17.01.2023, þar sem til umfjöllunar voru tillögur starfsmanna félagsþjónustu að nýjum og samþættum reglum er varða stuðningsþjónustu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fölskylduráðs og samþykkir meðfylgjandi reglur félagsþjónustu Múlaþings um stuðningsþjónustu. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að breyttar reglur verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 17.01.2023, þar sem tilnefndir eru fulltrúar fyrir hönd sveitarfélagsins í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tilnefningu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, í samræmi við 2. mgr. 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með breytingum frá 1. október 2018, eftirfarandi sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks: Aðalmenn: Guðný Margrét Hjaltadóttir (D) Jónína Brynjólfsdóttir (B) Jóhann Hjalti Þorsteinsson (L) Varamenn: Sigurður Gunnarsson (D) Björg Eyþórsdóttir (B) Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V) Fulltrúar Hagsmunasamtaka fatlaðs fólks í samráðshópnum verði eftirfarandi aðilar: Aðalmenn: Arnar Ágúst Klemensson, Fanney Sigurðardóttir og Matthías Þór Sverrisson, Varamenn: Guðni Sigmundsson, María Sverrisdóttir og Jónína Bára Benediktsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi kostnað vegna deiliskipulagsbreytinga og jarðvegsdýptar Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Sigurgarði ehf varðandi kostnað vegna deiliskipulagsbreytinga og jarðvegsdýptar við Miðvang 8 á Egilsstöðum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Stjórnsýslukæra varðandi hæfi sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202209206Vakta málsnúmer

Fyrir liggur álit innviðaráðuneytis vegna stjórnsýslu Múlaþings, sbr. 2.tl. 2.mgr. 112.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 ásamt m.a. umsögn sveitarfélagsins við erindi dags. 22.09.2022 varðandi vanhæfi Þrastar Jónssonar.

Samandregið álit ráðuneytisins:
Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar og byggðaráðs sveitarfélagsins Múlaþings um að venslamaður sveitarstjórnarfulltrúans Þrastar Jónssonar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra vegna mála sem voru til afgreiðslu sveitarstjórnar í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga.

Bendir ráðuneytið sveitarfélaginu á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin hafa verið í álitinu. Að öðru leyti telur ráðuneytið málinu lokið af sinni hálfu.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Þröstur Jónsson sem kom með andsvar.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Um er að ræða „Álit innviðaráðuneytisins VEGNA STJÓRNSÝSLU Múlaþings“
Ég fagna því að Innviðaráðuneytið hefur flýtt því að gera frumkvæðisathugun á stjórnsýslu Múlaþings eins og það hafði í huga að gera, skv fyrra svari til mín með bréfi dagsettu 21 sept. 2022, og ég fór fram á að yrði gerð í seinna erindi mínu til ráðuneytisins dagsettu 10 október 2022.
Í ofangreindu áliti skrifar Inniviðaráðuneytið 13 blaðsíður þar sem slegið er í og úr og án þess að kveða upp úrskurð um réttmæta stjórnsýslu né hvort ég sé vanhæfur eða ekki. Orðalagið er afar loðið og ekki er lagt mat á hvort rétt vinnubrögð hafi verið notuð gegn mér í byggðarráði og bæjarstjórn.
Í stað þess setur ráðuneytið í „hlutlausan gír" og nánast segir „hendið Þresti fyrir ljónin eins og ykkur listir ábyrgðin er ykkar“, en áréttar svo í næst síðustu setningu álitsins að sveitarfélaginu sé vissara að kynna sér rækilega sjónarmið sem komi fram í álitinu. Enda kemur þar ítrekað fram gagnrýni á stjórnsýslu Múlaþings í máli þessu.
Því má segja að hér hafi verið farin löng leið að engri niðurstöðu.

Þar sem lokaorð álitsins hljóða svo „Að öðru leyti telur ráðuneytið málinu lokið af sinni hálfu“ þá lít ég svo á að ráðuneytið ætli ekki að kveða upp úrskurð um hæfi eða vanhæfi mitt eins og um var beðið í seinna bréfi mínu til ráðuneytisins dagsett 10 október 2022.

Ef sá skilningur minn er réttur, þá er ljóst að þetta mál fer lengra í íslenskri stjórnsýslu því það er fordæmisgefandi fyrir allar sveitarstjórnir á landinu. Verði málinu haldið opnu þá er búið að framselja meirihlutum í sveitarstjórnum gríðarlega mikið vald sem ekki stenst sveitarstjórnarlög. Vanhæfisreglur sveitarstjórnarlaga ber að túlka mjög þröngt svo kjörnir fulltrúar komist hjá því að lýsa sig vanhæfa í óþægilegum málum og þegar litið er til fámennari sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Allt þetta mál byggir á valdníðslu meirihlutans því þeim hugnast ekki þau sjónarmið sem ég stend fyrir og var m.a. kosinn út á í síðustu sveitarstjórnarkosningum í leiðarvalinu.

9.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 31.01.2023, þar sem tillögur að breytingum á gjaldskrá og upphæðum fjárhagsaðstoðar er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við afgreiðslu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingum á gjaldskrá stuðningsþjónustu og hækkun upphæða fjárhagsaðstoðar félagsþjónustu fyrir árið 2023. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að samþykktar breytingar verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal, erindi

Málsnúmer 202210205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 02.02.2023, varðandi framtíð eldri brúar við Gilsá í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við tillögu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og álit Minjastofnunar beinir sveitarstjórn Múlaþings því til Vegagerðarinnar að tekin verði til skoðunar sú hugmynd að leyfa brúnni yfir Gilsá, sem hefur verið notuð síðan 1957, að standa sé þess kostur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Sameining Skógræktar og Landgræðslu

Málsnúmer 202302013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 02.02.2023, varðandi fyrirhugaða sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímson, Þröstur Jónsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur áherslu á að höfuðstöðvar og stjórn skógræktar verði áfram á Austurlandi og þannig verði sameining stofnana Landgræðslu og Skógræktar nýtt til að efla skógrækt sem atvinnugrein. Lögð er áhersla á að starfsstöð forstöðumanns nýrrar stofnunar verði á Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Strandveiðar 2023

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.02.2023, varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða).

Við upphaf 12.dagskrárliðar vakti sveitarstjórnarfulltrúi Helgi Hlynur Ásgrímsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu.

Til máls tóku vegna mögulegrar vanhæfis Helga Hlyns: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson og Vilhjálmur Jónsson.

Forseti lagði vanhæfistillöguna fram og var hún felld með 9 atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS) og einn með vanhæfi (HHÁ)


Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgafjarðar varðandi það að besta fyrirkomulag strandveiða væri að tryggja 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er framkomin hugmynd skárri kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila inn umsögn við fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða þar sem tillit verði m.a. tekið til fyrri bókana heimastjórna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.01.2023, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst. Einnig hafa sveitarstjórnarfulltrúum borist athugasemdir við skipulagstillöguna frá landeiganda í Klausturseli.

Til máls tók: Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað verði eftir umsögnum landeigenda við tillöguna á auglýsingatíma. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.
Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil var kynnt í apríl á síðasta ári. Síðan hefur verið unnið að endanlegri skipulagsáætlun með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma í samráði við landeigendur og hagsmunaaðila. Sveitarstjórn telur mikilvægt að hraða málsmeðferð til að skipulagsáætlunin, ásamt deiliskipulagsáætlunum sem hafa verið í vinnslu samhliða fyrir Klaustursel, Hákonarstaði og Grund taki gildi sem fyrst vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu næsta sumar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi athugasemdum frá landeiganda til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði ásamt öðrum athugasemdum og umsögnum sem kunna að berast á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Lánasamningar 2023

Málsnúmer 202302056Vakta málsnúmer

Fyrir lá lánasamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Múlaþings sem lántaka auk bókunar frá fundi byggðaráðs Múlaþings dags.24.janúar 2023.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með á að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000 með lokagjalddaga þann 20. mars 2039 í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum og byggðaráð hefur kynnt sér og er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar á láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun á afborgunum ársins hjá sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

16.Heimastjórn Borgarfjarðar - 32

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31

Málsnúmer 2301023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Djúpavogs - 34

Málsnúmer 2301019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar upp fyrirspurn og Guðný Lára Guðrúnardóttir sem svaraði fyrirspurn Guðnýjar.

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 31

Málsnúmer 2301024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Hildar.
Vegna liðar 3. Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar.


Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 71

Málsnúmer 2301011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: vegna liðar 16, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirpurn Eyþórs, Eyþór Stefánsson sem bar upp aðra fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson til andsvara, Vilhjálmur Jónsson, Hildur Þórisdóttir

Lagt fram til kynningar.

21.Byggðaráð Múlaþings - 72

Málsnúmer 2301014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 9, Eyþór Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kom með andsvar.

Lagt fram til kynningar.

22.Byggðaráð Múlaþings - 73

Málsnúmer 2301021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 73

Málsnúmer 2301010FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson. Vegna liðar 8, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

24.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 74

25.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 75

26.Fjölskylduráð Múlaþings - 59

Málsnúmer 2301009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð Múlaþings - 60

Málsnúmer 2301018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Fjölskylduráð Múlaþings - 61

Málsnúmer 2301025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Ungmennaráð Múlaþings - 20

Málsnúmer 2301012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?