Fara í efni

Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2023

Málsnúmer 202301223

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Sérstakt fjármagn er ætlað í menningarstarf jaðarsvæða, á Djúpavogi og Vopnafirði í gegnum Sóknaráætlun Austurlands. Á hvoru svæði fyrir sig er áætlað árlega 500.000 kr. og sama upphæð kemur á móti frá sveitarfélaginu. Fyrir fundinum liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála varðandi menningarstyrki til jaðarbyggða 2023 þar sem hún óskar eftir hugmyndum frá heimastjórn um hvernig fjármagnið geti nýst sem best fyrir íbúa gamla Djúpavogshrepps.

Heimastjórn á Djúpavogi er sammála um að styrknum verði úthlutað til starfshóps um Cittaslow sem ákveði nánar um hvernig honum verður ráðstafað.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?