Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

35. fundur 09. mars 2023 kl. 10:00 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá húsnæðisáætlun Múlaþings 2023.

Lögð fram til kynningar.

2.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra gerði grein fyrir starfi samráðshóps um Cittaslow frá síðasta fundi. Hópurinn fundaði með vefteymi Múlaþings 20. febrúar þar sem farið var yfir áherslur varðandi kjarnasíðu Djúpavogs og yfirfærslu á gömlu efni. Málið er í vinnslu.

Lagt fram til kynningar.

3.Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2023

Málsnúmer 202301223Vakta málsnúmer

Sérstakt fjármagn er ætlað í menningarstarf jaðarsvæða, á Djúpavogi og Vopnafirði í gegnum Sóknaráætlun Austurlands. Á hvoru svæði fyrir sig er áætlað árlega 500.000 kr. og sama upphæð kemur á móti frá sveitarfélaginu. Fyrir fundinum liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála varðandi menningarstyrki til jaðarbyggða 2023 þar sem hún óskar eftir hugmyndum frá heimastjórn um hvernig fjármagnið geti nýst sem best fyrir íbúa gamla Djúpavogshrepps.

Heimastjórn á Djúpavogi er sammála um að styrknum verði úthlutað til starfshóps um Cittaslow sem ákveði nánar um hvernig honum verður ráðstafað.

Samþykkt samhljóða.

4.Innsent erindi - Varða ofan við Löngubúð

Málsnúmer 202302091Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ólafa Áka Ragnarssyni um gerð vörðu á steyptum stöpli ofan við Löngubúð.

Heimastjórn lýst vel á hugmyndina, þakkar Ólafi Áka fyrir frumkvæðið og vísar málinu áfram til frekari vinnslu í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdastjóra. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

5.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun byggðaráðs Múlaþings þar sem samþykkt er að vísa hugmyndum varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing til umsagnar í heimastjórnum og að reglur um gististaði fyrir Múlaþing verði teknar til afgreiðslu í byggðaráði er þær umsagnir liggja fyrir.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við framlagðar hugmyndir að reglum um gististaði án veitinga í flokki II. Heimastjórn leggur áherslu á að jákvæðar umsagnir vegna umsókna á íbúðarsvæðum í þéttbýli samkv. aðalskipulagi séu háðar skilyrðum s.s. að gisting sé á einkaheimili gistisöluaðila.
Í framlögðum hugmyndum kemur fram að ámarksfjöldi herbergja verði 5, hámarksfjöldi gesta 10 og að bílastæði séu næg. Jafnframt að samþykktar teikningar sem sýna gistingu í íbúðarherbergjum séu til staðar og að kynningu fyrir nágrönnum sé lokið þar sem þeim gefst tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Samþykkt samhljóða.

6.Strandveiðar 2023

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja bókanir heimastjórnar á Borgarfirði dags. 3.2.2023 og sveitarstjórnar Múlaþings dags. 8.2.2023 um fyrirkomulag strandveiða.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur heils hugar undir bókanir heimastjórnar á Borgarfirði og sveitarstjórnar Múlaþings varðandi mikilvægi strandveiða og tekur undir þá kröfu að tryggja beri 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er fyrirliggjandi frumvarp um svæðaskiptingu strandveiða skárri kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland.

Samþykkt samhljóða.

7.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis - og framkvæmdaráðs dags. 27.febrúar sl:
"Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna."

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Fram að þeim tíma verður leitað eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni s.s. uppsetningu á bekkjum, skreytingum, göngustígum, leiktækjum eða öðru. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

8.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins Múlaþings 2022 almennt auk spurninga sem áttu við hvern þéttbýliskjarna fyrir sig.

Lagt fram til kynningar.

9.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum varðandi vetrarþjónustu á Öxi. Það er skoðun heimastjórnar að undanfarið hafi verið kjöraðstæður til þess að opna veginn og stytta þar með ferðatíma vegfarenda sem eiga erindi til og frá Egilsstöðum verulega. Það er að mati heimastjórnar óásættanlegt að nýta ekki þetta tækifæri og búa þannig í haginn og draga úr kostnaði við hefðbundna opnun í vor.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag, Djúpivogur, Körin

Málsnúmer 202105119Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá umhverfis- og framkvæmdastjóra varðandi umhverfi, umgengni og framtíð heitu karanna við Djúpavog.

Heimastjórn leggur áherslu á að sem fyrst liggi fyrir framtíðaráform HEF vegna jarðhitaleitar innan við Djúpavog og hve mikið heitt vatn verður í boði.
Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort og hvenær hafist verður handa við skipulag svæðisins sem þegar hefur verið styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Starfsmanni heimastjórnar falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

11.Þjónusta við ferðafólk á Djúpavogi

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar gerði grein fyrir viðræðum við stjórnendur Samkaupa/Kjörbúðarinnar varðandi samstarf um salernisaðstöðu í tengslum við verslunina sem lengi hefur verið kallað eftir. Fyrirtækið hefur nú lýst því yfir að um dýra framkvæmd sé að ræða sem það sé ekki tilbúið til að fjármagna og allar líkur séu á því að samstarfsaðilar í húsinu vilji ekki heldur taka þátt í verkefninu.

Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir miklum vonbrigðum með þau viðbrögð Samkaupa að vilja ekkert gera til að koma upp salernisaðstöðu í eða við verslun félagsins á Djúpavogi þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi lýst sig tilbúið til að koma að rekstrinum. Í sama húsnæði er rekið útibú frá Landsbankanum, Vínbúðinni og Póstinum, auk þess sem dælur frá N1 eru við húsið. Heimastjórn furðar sig á þeim rökum að kostnaður standi í vegi fyrir framkvæmdinni þegar til þess er litið um hvaða fyrirtæki er að ræða. Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri við stjórnir rekstraraðila.

Samþykkt samhljóða.

12.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi fagnar því að nú skuli vinnslutillaga nýs deiliskipulag fyrir athafna- og hafnarsvæðið við Innri Gleðivík liggja fyrir og samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur minnisblað um stöðu ýmissa verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Lagt fram til kynningar.

14.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Endurskoðun lóðaleigusamninga: Undanfarið hefur verið unnið að endurnýjun lóðarleigusamninga á Djúpavogi sem margir eru löngu útrunnir. Stefnt er að því að halda þessari vinnu áfram og mega íbúar því búast við að haft verði samband við þá af því tilefni.

Vefmyndavélin: Vefmyndavélin er komin í lag.

Girðing við Bræðsluna: Verið er að undirbúa byggingu girðingar við Bræðsluna og loka þannig geymslusvæði laxeldisins af.

Uppbygging á Teigarhorni: Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi frekari uppbyggingar á Teigarhorni í samstarfi við stofnanir ríkisins og einkaaðila.

Þriggja fasa rafmagn og ljósleiðari. Stefnt er að því að leggja þriggja fasa rafmagn inn Berufjarðarströnd á þessu ári. Áhersla er lögð á að koma þar niður ljósleiðara samhliða.

Skógræktin: Undanfarna daga hefur verið unnið að fellingu trjáa og öðru tilfallandi í skógræktinni. Enn er mikið verk óunnið.

Fiskeldissjóður: Nýlega var sótt um styrk til Fiskeldissjóðs til uppbygginar á aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi.

Íbúafundur: Stefnt er að því að boða til íbúafundar 27. apríl (ath. breytt dagsetning frá síðustu fundargerð).

15.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 2. apríl á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?