Fara í efni

Breyting á fyrirkomulagi vegna launaðra daga án vinnuframlags í skólafríum hjá grunnskólum í Múlaþingi

Málsnúmer 202302027

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Undir þessum lið mætti Sigrún Hólm, verkefnastjóri mannauðs. Verkefnastjóri mannauðs og fræðslustjóri fóru yfir forsögu málsins, tímalínuna og hvernig staðan er í dag.

Jafnframt liggur fyrir bréf frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, fyrir hönd kennara í Egilsstaðaskóla, dagsett 27. apríl 2023, þar lýsa kennarar yfir áhyggjum varðandi stöðu skólastarfs út skólárið og jafnframt óska þeir eftir að leitað verði leiða til að leysa málið á farsælan hátt.

Fjölskylduráð harmar þá stöðu sem kom upp vegna uppsagna á launuðum dögum án vinnuframlags og lýsir yfir ánægju með að skólastarf haldist óbreytt út skólaárið.
Fjölskylduráð leggur áherslu á að framahald málsins verði unnið af fagmennsku og í náinni samvinnu við allt starfsfólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





Getum við bætt efni þessarar síðu?