Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

70. fundur 02. maí 2023 kl. 12:30 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri og íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðmunda Vala Jónasdóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 1. - 6. lið. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þorbjörg Sandholt, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 4. - 9. lið. Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat 4.- 6. lið.  

Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla sat lið 7. Kristín Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla sat lið 7. Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla sat lið 4, 7 og 8. Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat lið 7 og Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla sat lið 4. Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Egilsstaða sat 4 lið. 

Sigrún Hólm Þórleifsdóttir kom inn á fundinn undir lið 9. 

Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi og Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi sátu allan fundinn.

1.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun vegna Betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Málið er áfram í vinnslu.

2.Sumarleyfi leikskóla 2023

Málsnúmer 202210194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að eftirfarandi leikskólar verða lokaðir í fimm vikur í sumar, 3. júlí til 4. ágúst 2023. Bjarkatún, Hádegishöfði, Glaumbær og Tjarnarskógur. Leikskólinn í Brúarási verður, að venju, lokaður á sama tíma og Brúarásskóli. Seyðisfjarðarskóli leikskóladeild verður lokaður í fjórar vikur þar sem viðmiðum fyrir opnun í fimmtu viku var náð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tillaga um daggæsluframlag til foreldra

Málsnúmer 202304201Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð vill vinna að því að koma á heimgreiðslum til foreldra sem kjósa að vera með börn sín heima frá 12 til 30 mánaða aldri barnsins í stað leikskólavistunar á þeim tíma. Fyrirkomulaginu er ætlað að gefa foreldrum val og að þeir sem það vilja hafi kost á því að vera lengur heima með börnum sínum. Ráðið felur sviðstjóra og fjármálastjóra að kanna möguleikann og kostnaðargreina slíkt fyrirkomulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á nýbyggingarþörf í fræðslumálum. Eftirfarandi skólastjórar fylgdu málum eftir fyrir sína stofnun.
Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla.
Sóley Þrastardóttir, tónlistaskólastjóri Tónlistaskólans á Egilsstöðum.
Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla.
Þá liggur fyrir að skv. húsnæðisáætlun 2023 sé þörf á nýjum leikskóla á Egilsstöðum.

Málið áfram í vinnslu.

5.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.

Málsnúmer 202304168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál

Málsnúmer 202304172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Skóladagatöl grunnskóla Múlaþings 2023-2024

Málsnúmer 202304176Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl grunnskóla í Múlaþingi fyrir skólárið 2023-2024. Eftirfarandi skólstjórar kynntu skóladagatölin:

Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Brúarásskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki en á enn eftir að leggja fyrir skólaráð.

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaaskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Seyðisfjarðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið tekið til umræðu hjá starfsfólki og skólaráði en á eftir að samþykkja það í skólaráði.

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, fyrir hönd skólastjóra Fellaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Fellaskóla og Grunnskólans á Borgarfirði eystri fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.


Fjölskylduráð samþykkir skóladagatölin með fyrirvara um samþykki skólaráða og starfsfólks einstakra skóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerðir skólaráðs Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202010632Vakta málsnúmer

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, gerði grein fyrir fundargerð skólaráðs frá 17. apríl 2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Breyting á fyrirkomulagi vegna launaðra daga án vinnuframlags í skólafríum hjá grunnskólum í Múlaþingi

Málsnúmer 202302027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Sigrún Hólm, verkefnastjóri mannauðs. Verkefnastjóri mannauðs og fræðslustjóri fóru yfir forsögu málsins, tímalínuna og hvernig staðan er í dag.

Jafnframt liggur fyrir bréf frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, fyrir hönd kennara í Egilsstaðaskóla, dagsett 27. apríl 2023, þar lýsa kennarar yfir áhyggjum varðandi stöðu skólastarfs út skólárið og jafnframt óska þeir eftir að leitað verði leiða til að leysa málið á farsælan hátt.

Fjölskylduráð harmar þá stöðu sem kom upp vegna uppsagna á launuðum dögum án vinnuframlags og lýsir yfir ánægju með að skólastarf haldist óbreytt út skólaárið.
Fjölskylduráð leggur áherslu á að framahald málsins verði unnið af fagmennsku og í náinni samvinnu við allt starfsfólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





10.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?