Fara í efni

Heimsókn ungmennaráðs í Sláturhúsið og Vegahúsið

Málsnúmer 202302072

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 21. fundur - 13.02.2023

Farið var í heimsókn í Sláturhúsið þar sem Ragnhildur Ásvaldsdóttir, forstöðumaður, tók á móti Ungmennráði. Hún kynnti hópnum fyrir húsinu og því fjölbreytta menningarstarfi sem þar er. Ungmennaráð þakkar Ragnhildi fyrir upplýsandi leiðsögn og greinargóð góð svör við spurningum.

Ráðið kynnti sér einnig starfsemi Vegahússins þar sem Reynir Hólm Gunnarsson fór yfir þeirra góða og mikilvæga starf. Vegahúsið er ungmennahús ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára þar sem fjölbreytt félagsstarf er í boði. Ungmennaráð þakkar Reyni fyrir stórskemmtilega kynningu og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Gestir

  • Reynir Hólm Gunnarsson - mæting: 16:00
  • Ragnhildur Ásvaldsdóttir - mæting: 15:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?