Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

21. fundur 13. febrúar 2023 kl. 15:30 - 17:40 í Vegahúsinu
Nefndarmenn
 • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
 • Emma Rós Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
 • Páll Jónsson aðalmaður
 • Rebecca Lísbet Sharam formaður
 • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgeir Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Heimsókn ungmennaráðs í Sláturhúsið og Vegahúsið

Málsnúmer 202302072Vakta málsnúmer

Farið var í heimsókn í Sláturhúsið þar sem Ragnhildur Ásvaldsdóttir, forstöðumaður, tók á móti Ungmennráði. Hún kynnti hópnum fyrir húsinu og því fjölbreytta menningarstarfi sem þar er. Ungmennaráð þakkar Ragnhildi fyrir upplýsandi leiðsögn og greinargóð góð svör við spurningum.

Ráðið kynnti sér einnig starfsemi Vegahússins þar sem Reynir Hólm Gunnarsson fór yfir þeirra góða og mikilvæga starf. Vegahúsið er ungmennahús ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára þar sem fjölbreytt félagsstarf er í boði. Ungmennaráð þakkar Reyni fyrir stórskemmtilega kynningu og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Gestir

 • Reynir Hólm Gunnarsson - mæting: 16:00
 • Ragnhildur Ásvaldsdóttir - mæting: 15:30

2.Fjárhagsáætlanir Múlaþings 2024

Málsnúmer 202302057Vakta málsnúmer

Mikilvægt er að ungmennaráð fái að taka þátt í stefnumótandi verkefnum sveitarfélagsins og er fjárhagsáætlun meðal þeirra. Ungmennaráð hvetur því allar fastanefndir sveitarfélagsins til þess að hafa ráðið með í umfjöllun og vinnu við fjárhagsáætlanir ársins 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umræða ungmennaráðs um skipulagsmál

Málsnúmer 202302071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skólahreysti

Málsnúmer 202302060Vakta málsnúmer

Tekin var umræða um Skólahreysti og þá staðreynd að undankeppnin hefur ekki verið haldin á Austurlandi undanfarin ár. Stefnt er að því að senda bréf á mótshaldara í samvinnu við ungmennaráð Fjarðarbyggðar.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?