Fara í efni

Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar Village

Málsnúmer 202302175

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 32. fundur - 10.03.2023

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Eiðar village ehf, dagsett 24.2. 2022, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-b, stærra gistiheimili-b, að Eiðum 17a, 701 Egilsstaðir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn en vekur athygli á þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn Brunavarna á Austurlandi.
Heimastjórn staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Heimastjórn bendir á að vinnueftirlitið og lögreglan skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?