Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

32. fundur 10. mars 2023 kl. 09:00 - 11:33 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu að Hákonarstöðum á Jökuldal. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð, dagsett 17. janúar 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.1. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu að Grund á Jökuldal. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð, dagsett 17. janúar 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.1. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil í landi Klaustursels á Jökuldal. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð ásamt skýringarmyndum, dagsett 7. febrúar 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.1. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð tillaga frá síðasta fundi ráðsins að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða, sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð dagsett 2. febrúar 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs 13.2. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um stofnun lögbýlis, Stekkjarhjalli

Málsnúmer 202302107Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um stofnun lögbýlis að Stekkjarhjalla (L229979).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir að umsóknin er í samræmi við staðfest skipulag og uppfylli skilyrði 18. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og veitir jákvæða umsögn um umsóknina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Pes ehf. Lagabraut 4 700 Egilsstaðir

Málsnúmer 202302169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá PES ehf, dagsett 23.2. 2022, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-c, minna gistiheimili, að Lagarbraut 4, Fellabæ.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Heimastjórn bendir á að vinnueftirlitið og lögreglan skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar Village

Málsnúmer 202302175Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Eiðar village ehf, dagsett 24.2. 2022, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-b, stærra gistiheimili-b, að Eiðum 17a, 701 Egilsstaðir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn en vekur athygli á þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn Brunavarna á Austurlandi.
Heimastjórn staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Heimastjórn bendir á að vinnueftirlitið og lögreglan skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing og ná til gististaða í flokki II skv. reglugerð nr. 1277/2016 sem eru gististaðir án veitinga.

Eftirfarandi bókun var gerð í byggðaráði 28.2. 2023:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa hugmyndum varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing til umsagnar í heimastjórnum. Reglur um gististaði fyrir Múlaþing verða teknar til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir liggja fyrir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er sammála um að unnar séu samræmdar reglur um gististaði í Múlaþingi. Heimastjórn leggur til að ekki sé heimiluð gisting í íbúðahverfum sem útheimtir rekstrarleyfi.

Sqamþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.2. 2023:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.

Heimastjórn fagnar þessu fyrirkomulagi um ákvörðun verkefna og leggur til að þau verði gerð að árlegum atburði. Jafnframt leggur heimastjórnin til að verklag, s.s. varðandi kostnað, eðli verkefna og mögulegt samráð við íbúa verði verði skilgreint betur fyrir framkvæmd þessa verkefnis á næsta ári.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs mun leita eftir hugmyndum að verkefnum á fyrirhuguðum opnum fundum heimastjórnar sem haldnir verða á næstunni. Jafnframt getir þau sem áhuga hafa á að senda inn hugmyndir sent þær á netfangið odinn.gunnar.odinsson@mulathing.is.
Málinu að öðru leyti frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

11.Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að bjóða upp á samtalsfundi við íbúa Fljótsdalshéraðs í kringum næstu mánaðarmót og felur starfsmanni að auglýsa fundina á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarmiðlum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:33.

Getum við bætt efni þessarar síðu?